þriðjudagur, 7. júní 2016

HULDIR LÆRDÓMAR.

Bók SVEINBJARNAR GUÐJOHNSEN er nú komin hér á síðunna í heild sinni !
»MÁL ER MANNI GEFIЫ
AKUREYR1
PRENTSMIÐJA ODDS BJÖRNSSONAR
MCMIXXXIV


FORMÁLI.Háttvirtu lesendur.

Af því að tildrögin til þessa rits geta að nokkru leyti gjört lesendunum hægra að skilja, álít jeg rjéttara að lýsa þeim með fáeinum orðum.

Þegar jeg, árið 1908, kom til Íslands frá Alaska, sá jeg hjer mikið haft um hönd af »kukli«, svo sem borðhreifingum, ósjálfråðri skrift og fl.

Mjer þótti þetta undarlegt og ásetti mjer að rannsaka það, og í því augnamiði byrjaði jeg haustið 1909 á að láta borð hreyfast, og nokkru síðar á ósjálfráðri skrift.

Jeg hafði ekki skrifað nema um mánaðartíma, þegar jeg tók eftir því, að allt sem hendin skrifaði, hafði áður komið í huga minn, en af því var auðsæilegt, að óþarft var með öllu að nota skriffæri, heldur aðeins tala við » andana « ί mίnum eigin huga.

Þetta byrjaði seint á árinu 1909, og hef jeg síðan verið það sem nefnt er clairanudient.

Frá fyrstu kynningu minni við þessar huldu verur, hef jeg einlægt rekið mig á grúa af mótsögnum, og þær fóru svo langt, að jeg marg kvartaði, og marg skammaði þessar verur fyrir ósannsögli þeirra, en í öllu hjeldu þær uppteknum hætti.

Svona hafði þetta gengið nokkra mánuði, þegar rödd hvíslaði í huga minn: » Sveinbjörn minn, þαð er von αð þig langi til að vita sannleikann, sem jeg gjarnan vildi segja þjer, en þó jeg gjörði það, myndu svo margir segja þjer ósatt, að aldrei gætir þú vitað, hvað væri satt og hvað logið.

En svo vel vill til, að þú getur fengið allan sannleik að vita, án samtals við okkur. Hugsaðu um þetta.

Rjétt myndað mál er mælikvαrði. Μálið til ykkαr komίð, sem hugsanasendingar frá okkar heimi«.


Jeg skildi þá þegar, að svona gæti verið, og byrjaði þá um leið, eða vorið 1910 að rannsaka eðli málsins og bygging þess, og þó erfiðlega gengi framan af, af því jeg ekki kunni rjett tök á verkinu, hefur þetta þó lærst, og legg jeg nú árangurinn af 20 ára starfi mínu undir dóm allra Íslendinga.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
1. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARAf öllum þjóðflokkum hnattarins, er líklega enginn, sem meiri mætur hefur á móðurmáli sínu, en vjer Íslendingar. Í ritum og ræðum íslenzkra menntamanna og málfræðinga, er margrætt um ágæti íslenzkrar tungu, hvílíkan fjársjóð vjer eigum, fjársjóð sem ekki megi glatast. Íslenzku skáldin yrkja móðurmáli voru meira lof, en skáld nokkurs annars þjóðflokks sinni tungu. En ef vjer spyrðum íslenzkan menntamann eða málfræðing að því, hvort tunga vor væri byggð á rjettari grundvelli en aðrar tungur, mundi hann ekki geta svarað játandi. Ef vjer spyrðum hann á hverju það væri byggt að tunga vor er nefnd mál, mundi hann ekki geta gefið fullnægjandi svar .

En af hverju erum vjer þá að miklast. Hverjir eru yfirburðir íslenzkunnar ?

Tunga er framleiðsla mannsandans, mynduð til þess, að láta hver öðrum hugmyndir í ljósi, og því ákveðnari og skýrari merking, sem hverju orði er gefin, þeim mun meiri vissa er fengin því, að vjer framleiddum hver hjá öðrum einmitt þær hugmyndir, sem vjer erum að reyna að láta í ljósi, þeim mun vissara, að vjer skiljum hver annan rjett.

Tunga hefur að rjettu lagi verið nefnd ávísun á huga vorn, en eins og engin ávísun er gild, nema hún gefi aðgang að ákveðinni upphæð, eins er tungan ekki gild ávísun, nema hún gefi oss aðgang að hugmyndum þess, sem við oss talar. Svo að vjer skiljum hver annan rjett, er ekki fullnægjandi að gefa orðunum merkingu, heldur verða orðin að að binda í sjer útskýring á efninu. Oss finnst að ýmis orð í málinu sjeu betur mynduð en önnur, og segjum þau orðin bezt mynduð, sem binda í sjer greinilegasta útskýring á efninu, en eins og eitt orð getur gefið rjetta útskýring á því, sem vjer viljum láta í ljósi, þannig gætu öll orðin, því öll eru þau mynduð af einhverjum ákveðnum hugmyndum.

Ef tunga vor væri byggð á þeim grundvelli, að hvert orð bindi í sjer rjetta útskýring á þeirri hugmynd, sem orðið á að framleiða, væri hún fyrst mál en fyrr ekki, af því orðið mál ekki aðeins merkir tungu heldur einnig mælikvarða, en mælikvarði er það því aðeins, að það bindi í sér ákveðnar hugmyndir. Þá fyrst hefðu orðin þýðing, af því orðið þýðing ekki aðeins bendir á merking, heldur einnig á útlegging orðanna.

Orðið mál hefur fyrst og fremst tvær merkingar, það er málefni og tunga, af því að í rjettu máli, verður sjálft málefnið að bindast í orðunum, og sömuleiðis merkir orðið málefni hvortveggja, efnið í málið og efnið sem um er rætt, af sömu ástæðu, sem áður er framtekið, að málið« er því aðeins rjettnefni, það er mælikvarði að orðin bindi í sjer rjetta útskýring á efninu.

Öll málmyndun er því bundin við að nefna allt rjett, og einmitt af þeirri ástæðu er orðið »nefna< þannig myndað. Það bindur í sjer efna, það er að tiltaka efnið í orðinu, af því að athöfnin að nefna bindur það í sjer, að tiltaka efnið, sýna efnið í orðunum.

Öll þessi orð, sem jeg nú hef útskýrt, orð, sem öll lúta að myndun málsins, sýna því glöggt, að höfundurinn hefur byggt orðin á mælikvarða grundvellinum.

Ef vjer nú hugsuðum oss, að mynda tungu, sem í hverju orði styddist þannig við réttar hugmyndir, hugsuðum oss að hafa »þýðingu í hverju Orði, og gjöra tunguna þannig að mælikvarða, þá rækjum vjer oss fljótt á ómöguleika, því hvernig ættum vjer að geta bundið rjetta útskýring í þeim orðum, sem vjer þyrftum að mynda yfir þær hugmyndir, sem vísindunum enn ekki hefur tekist að útskýra, svo sem endir og upphaf og óendanlega margt fleira, sem oss er hulin gáta.Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.


2. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAR.Hugmyndin að vjer gætum myndað »mál«, hlyti því að deyja í fæðingunni, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að tunga vor kallar sig mál, og að þau orð, sem að myndun þess lúta, eru byggð á mælikvarða grundvellinum.

Jeg vil nú leitast við að sýna, að mál vort er allt byggt á þessari sömu hugmynd, sýna, að það er lengra á veg komið, en vjer, sem málið tölum, og að það þar af leiðandi ekki gæti verið myndað af oss, eða forfeðrum vorum, sem vjer allt til þessa höfum helgað myndun málsins, ennfremur sýna að málið er innblástur, og þannig byggja rjettan grundvöll málshættinum »mál er manni gefið«.

Postulinn Páll brýnir fyrir oss, að sækjast eftir andlegum gáfum, sjerstaklega spámannlegri andgift, því í það sje öllu öðru meira varið, að því undanskyldu að tala tungum, svo framarlega sem vjer um leið útleggjum tungurnar. Hann segir þann, sem tungu talar, tala í anda hulinna lærdóma, og að betra sje að kunna aðeins fimm orð og geta þýtt, heldur en tíu þúsund, sem vér ekki gætum þýtt. Ennfremur segir postulinn: »Ef til vill eru til í heiminum svo eða svo margar tungur, en engin, sem er merkingarlaus, og hann segir, að mál sje aðeins eitt, og ef vér ekki skiljum merking þess, gætum vjer ekki lagt rjettan - skilning í það, sem hann segi.

Það er eptirtektarvert, hve mikla áherslu postulinn leggur á nauðsynina fyrir oss að kunna að tala og útleggja sem flestar tungur, og þá sjálfsagt af því, að tungurnar binda í sjer hulda lærdóma, sem hann þannig lætur oss skilja, að vjer gætum fært oss í nyt, ef vjer skyldum merking málsins. -

Nú verður því máske haldið fram, að Biblían sje ekki ábyggileg, því hún verði á margan hátt hrakin, henni beri ekki saman við sjálfa sig og svo framvegis. En hver er sá sem dæmir. Hvernig getum vjer dæmt um rjettmæti þeirrar bókar sem vjer ekki skiljum?

Biblían gefur oss lykilinn að sjálfri sjer, og lykillinn er merking málsins. Á meðan vjer ekki gjörum oss grein fyrir merking málsins, getum vjer ekki komizt að innihaldinu. Eða gjörum ráð fyrir því að Biblían sje innblástur, eins og PálI postuli segir, en þá þurfum vjer, til þess að skilja hana rjett, að leggja sömu merking í orðin eins og sá sem innbljes, annars gætum vjer ekki náð rjettum skilningi úr bókinni.

Guðfræði byggist á Biblíunni, og til þess að sú fræðigrein geti orðið rjett, þarf Biblían að vera innblásin af Guði, eða þeim sem gjörir sjer grein fyrir hvað Guð er, því þar sem Guð er oss ósýnileg og órannsakanleg vera, gætum vjer ekki sjálfir myndað þá fræðigrein.

Nú bindur orðið guðfræði í sjer ekki aðeins fræði um Guð heldur einnig það, að Guð fræði, bindur það í sjer að guðfræði sje innblástur, og þar sem þetta orð er orð úr máli, er sjálft mælikvarði, sýnir orðið oss með öðrum fleiri, að svo framarlega sem vjer í málinu getum fundið hulda lærdóma, sem Biblían talar um, þá er málið og Biblían innblásin af Guði, eða öðrum sem gjörir sjer grein fyrir hvað Guð er.

Í Hávamálum er sagt, að undir rótum Yggdrasils sje brunnur sá, sem mannvit og speki sje fólgið í, og hver sem af þeim brunni drekki, fyllist vísindum. Þessi brunnur á að vera móðurmálið.

Nú liggur fyrir oss spurningin: Hvernig gátu forfeður vorir sem rituðu, eða vjer sem lesum orðið fróðir af því máli, sem þeir sjálfir, eða vjer eftirkomendur þeirra höfum myndað, hvernig fyllzt vísindum af því máli, sem myndað er af sjálfum oss eða forfeðrunum, sem voru á lægra andlegu stigi en vjer erum nú?

Svarið hlýtur að verða: Því aðeins gætum vjer »orðið fróðir«, sjeð uppruna og eðli hlutanna í málinu, að málið væri myndað af þeim, sem þekktu uppruna og eðli þeirra hluta, sem mál er myndað yfir, því aðeins fyllzt vísindum, að málið væri innblástur.Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.


3. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREins og sjá má, er í Eddu sama kenningin og í Biblíunni um hulinn vísdóm í málinu, þó tekur Edda það ennþá nákvæmar fram, en gjört er í Biblíunni, hvernig vjer eigum að finna þann vísdóm, því í Eddu er sagt »orð mjer af orði orðs leita, verk mjer af verki verks« og ættum vjer því að sjálfsögðu að nota þann lykil í leitinni eftir huldum vísdómi.

Eitt af því fjölmarga, sem vísindi vor enn ekki hafa getað útskýrt er upphafið, og ætti það því að vera sönnun fyrir innblæstri, ef vér í málinu findum útskýring á þeirri hugmynd.

Orðið upphaf hefur aðallega fjórar merkingar, sem eru byrjun, endir, úthaf og haf á æðra stig. Þýðing orðsins er því þessi: allt myndast af úthafi, það úthaf varð til af öðru sem þá eyddist, þetta hóf tilveruna á æðra stig.

Til nákvæmari útskýringar myndast allt af hafi af því upphaf merkir byrjun, en það úthaf varð til af öðru sem þá eyddist af því orðið einnig merkir endir, en þetta hóf tilveruna á æðra stig, af því orðið ennfremur merkir haf á æðra stig. Þetta eina orð bindur því í sjer framþróunarkenninguna, en vjer verðum að muna, að orðið var myndað í málinu löngu áður en framþróunarkenningin varð til.

Orðið byrjun bendir á samanburð efnisins, það tekur því eitthvað lengra aftur í tímann en orðið upphaf, en hvorugt orðið þýðir það sem vjer hingað til höfum skilið við orðin, það er fyrsta stigið í náttúrunni, heldur telja orðin tímann frá því efni berst saman, og haf myndast.

Ef vjer, að ráðum Páls postula, leitum útskýringar á þessari sömu hugmynd í öðrum tungum, þá komum vjer að sama takmarki, því það sem á enskri tungu merkir vatn, merkir faðir á þýzku,

en það sem á þýzku merkir vatn, merkir móðir á frönsku. Hjer höfum vjer því fengið sömu útskýring og í máli voru, að allt myndast af hafi. Nú er þess auðvitað að minnast, að vísindi vor ekki hafa viðurkennt að allt myndist af hafi, en við því var ekki að búast, því hjer er um hulinn vísdóm að ræða, en hver vill neita því að svona megi vera.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
4. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREins og orðið upphaf merkir bæði byrjun og endir, og gefa oss þannig til kynna, að hvað leiði af öðru, eins er með orðið endir. Það orð er samstofna orðinu endur, af því báðar hugmyndirnar styðjast við sömu ástæðu, gefa því til kynna eins og orðið upphaf, að endir getur ekki orðið án endur, en endur getur ekki átt sjer stað án enda. Hjer hefur málið gefið oss ennþá nákvæmari lýsing af framþróuninni, en áður er haldið fram, því málið segir einstaklingslífið halda áfram tilverunni eftir dauðann, með endurfæðing.

En hverjar eru nú líkurnar fyrir því, að svona muni vera.

Það blandast víst engum hugur um það, að maðurinn standi ofar í menningu, sje skynsamari en hann var, fyrst þegar sögur fara af, en líti maður til dýranna, er ekki sjáanleg nein framþróun. Músin byggir hreiðrið sitt alveg eins og hún gjörði fyrir öldum síðan, og á hvaða dýr sem litið er, sýnist skynið vera á sama stigi og það var frá öndverðu. Þetta bendir oss á framhald lífsins og endurfæðing hvers einstaks lífs, því öll lífin, sem eru í framþróun, fæðast af dýri, sem er á sama andlegu stigi og það líf sem um er rætt, eneþar sem maðurinn er æðsta vera jarðarinnar, getur hann ekki fæðzt af æðri veru. Þar af leiðandi sjest framþróunin aðeins hjá manninum.

Til nákvæmari skýringar skulum vjer hugsa oss mús sem deyr, og fæðist þá aftur af þeim mun æðra dýri, sem músarsálin hefur aukizt við lífið og dauðann. Nú sýnist ekki að músarsálin hafi haft skilyrði til þess, að auðgast svo af lífinu, að ástæða væri til þess að hugsa sjer lífið geta fæðzt af æðra dýri í næstu tilveru, nema dauðinn hjálpi lífinu í framþróuninni. Um það efni er ærið örðugt að gjöra sjer fulla grein, svo vjer verðum að trúa því, sem málið segir oss um þau efni, og vil jeg nú telja upp mörg orð og setningar, sem ótvírætt benda í þá átt.

Orðið dauðinn bindur í sjer auðinn, en auður er ríkidæmi. Að verða að ná bendir á hvorttveggja að deyja, og ná til sín, aukast; að týna lífi bendir á að safna saman lífi; að firra lífi, bendir á að flýta fyrir lífinu ; nákvæmur það sem ná fylgir. Að deyja var einnig nefnt að fara til heljar, en að helgast og helga sjer er hvorttveggja dregið af hel. Að verða til merkir hvorttveggja, að myndast og deyja, bendir því á það að lífið myndist með dauða og endurfæðingu.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
5. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÍ orðinu dyr er líking sem bendir oss nákvæmlega á endurfæðing, er þar húsum vorum líkt við líkamann, bústað sálarinnar, því til þess að komast inn í húsin, göngum vjer gegnum dýr, höfum verið dýr.

Dýr merkir ennfremur að eitthvað sje mikils virði, eða kosti mikið. Nú er að kosta dregið af kostum, og sýnist því í fljótu bragði eðlilegra að miða það sem dýrt er við æðsta lífið, en þar sem hjer er verið að ræða um verð, sem bendir á hvað verði með tímalengdinni, gefur orðið dýr oss til kynna, að dýrin verði meira, gefur til kynna framþróun og endurfæðingu.

Orðið æfilega þýðir lega æfinnar, eins og æfin eða með öðrum orðum, lífið var til frá byrjun og er ævarandi, en það orð þarf engrar útskýringar æ var andi.

Orðið mannsaldur notum vjer um hugmyndina meðallengd af mannslífi. Þar sem orðið er samstofna við aldir, sýnir það glöggt, að sá sem myndað hefur orðið, hefur gjört sjer grein fyrir því, að tímatal þyrfti að bindast í orðinu, en hefðum vjer sjálfir myndað orðið, hefði það átt að binda í sjer ár en ekki aldir, því um aldir var ekki að ræða í mannslífi, en nú er orð þetta einn liður í mælikvarðanum, bendir því á framhald um aldir.

Mál er myndað af orðum manna, af þeirri ástæðu að þau benda á hvað sá er orðinn sem þau hefur myndað, benda því á framþróun málsins, og þar af leiðandi framþróun mannsins, en orð bendir einnig á að málið sé mælikvarði, því með því einu móti að bínda í sjer mælikvarða mannsins, gat það sýnt framþróun anda hans.

Orð og orður eru samstofna, styðjast því við sömu ástæðu, nú eru orður heiðursmerki en heiður er dregið af heiði, orður benda því á skyn þess, sem orðin myndar, því í heiði er skin.

Orðið mál bindur í sér ál, því málið sýnir dýpt þess sem það myndaði, það orð bindur ennfremur í sjer má ell, eða það, sem aðeins þeir geta sem náð hafa háum aldri. -

Þá menn sem vjer hugsum oss öðrum tignari, nefnum vjer heldri menn. Orð þetta bindur í sjer tvær skýringar, fyrst það sem hel drýgir og í öðru lagi eldri menn, það sýnir því eins og hitt, sem áður er rætt, að með aldri og endurfæðing aukist tign og veldi mannsins.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
6. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞessu samkvæmt er orðið gamall, það orð er myndað af gaman og allt, segir oss því að þegar vjer náum nógu háum aldri, sje lífið aðeins ánægja. En málið segir oss að á meðan lífin ekki hafi náð háum aldri, á meðan vjer sjeum á leiðinni, þá sjeu erfiðleikarnir meiri.

Þó er ekki gjört meira úr því en svo, að allt það minnsta sem vjer hugsum oss er miðað við kvalir og þjáningar eins og í Orðunum sára lítið, pínu lítið og kvalar ögn. Orðið leiðilegt skýrir það, að sá sem málið myndaði hugsi sjer að á meðan lífið er leiðilegt, það er dauðlegt, á meðan lífið sje á leiðinni, sje það aðeins leiðilegt. En leiðilegt og leiðindi benda oss ennfremur á það, að vjer sjeum leiddir, og að í þeirri leiðslu felist einnig leiòindi.

Ef vjer hugsuðum oss að neita því, sem röklausri staðhæfing, að aðrar verur hefðu hönd í bagga með oss, væru þessi orð öfugt mynduð í máli, en svo mörg orð og setningar benda í þá átt, að örðugt mun að neita. Vjer segjum oft að menn sjeu í leiðslu, sjeu ekki með sjálfum sjer, sjeu vitstola, sjeu æstir þegar ver fer, en lánsmenn þegar betur fer, en öll þessi orð benda á, að aðrar verur hafi hönd í bagga með oss.

Í draumunum höfum vjer fullkomna sönnun fyrir áhrifum annara. Vjer höfum ótal dæmi þess, að menn hefur dreymt fyrir láti annara manna, en þá hlýtur að ráða draumnum, sem ræður lífi og dauða. Enginn af oss gæti fyrirfram vitað, enda segir málið manninn látinn, bráðkvaddann o. s. frv., sem ótvírætt bendir á áhrif. En það er ekki tímabært mál, að útskýra þau í máli voru, sem benda á áhrifin, fyrr en fengin er viðurkenning fyrir því, að málið sje innblástur. -

Í samræmi við mælikvarða hugmyndina er það að láta málið sjálft segja oss, hve mikið sje í það spunnið, og fáum vjer þá þessa lýsing. Málið er pund, því það sýnir pund þess manns sem myndaði það. Málið er pottur, sem er lagarmál, sýnir því lagið á málinu, hljómfegurðina, málið er alin, bendir þá á að vel sje við gjört, og málið er ennfremur króna, því það er krýnt mál.

Jeg hef nú sýnt svo mörg orð og setningar, sem benda á að málið sje mælikvarði, og sem ennfremur benda á framþróun og endurfæðing, að óhugsanlegt er, að þvíumlíkt gæti myndast í máli án þess að höfundur málsins hefði gjört sjer grein fyrir mælikvarða sem grundvelli málsins, en ef vjer nú samt sem áður vildum reyna aδ helga það tilviljun eða hending, þá rækjum vjer oss illa á. Með þessum orðum erum vjer að láta í ljósi, að eitthvað hafi gjörzt án tilhlutunar, en þegar vjer skoðum orðin, sjáum vjer að þau benda á vilja og hendi, þau benda einmitt á það, sem vjer með þeirri merking, sem vjer til þessa höfum gefið orðunum, erum að neita að eigi sjer stað.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
7. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREr nú ekki meiri ástæða til að álykta svona orð samin af hugsun, neldur en að trúa því, að málmyndurum vorum hafi tekizt svona hrapalega við myndun orðana ?

Ef vjer hugsuðum oss að höfundar Eddu og Biblíunnar hefðu hlotið að skilja það, sem þeir rituðu um hulda lærdóma í málinu, værum vjer að krefjast meira af þeim mönnum, sem voru uppi mörgum öldum á undan oss, en vjer krefjumst af sjálfum oss, og vægast sagt sýnist það gegna furðu, að fornfræðingar og klerkar, sem leggja allan sinn skilning að og tíma í sölurnar, til að brjóta Eddu og Biblíuna til mergjar, skuli ekki hafa skilið þessar bendingar um myndun og eðli málsins, og ekki megum vjer heimta af skáldunum, sem yrkja málinu lofið og kalla Guðamál, *að þau hefðu áður átt að gjöra sjer fulla grein fyrir, hve mikið væri í málið varið.

En eins og skáldin geta margraett um fjársjóðinn, sem Vjer eigum í málinu, án þess að hafa sannað sjálfum sjer eða öðrum, eins gátu forfeðurnir ritað um hulda lærdóma í málinu, án þess að hafa sannað sjálfum sjer, eða jafnvel án þess að hafa skilið.

En hvorttveggja er í rauninni sönnun fyrir því, að vit er að baki, sönnun fyrir innblæstri, enda hefði Páll postuli ekki getað sagt að eftir 19 aldir mundi málið binda í sér hulda lærdóma, án þess að vera innblásinn af þeim, sem sjálfur gat ráðið því, hvaða huldir lærdómar þá væru í máli voru ,í grein þessari, sem aðeins er byrjun á þeim útskýringum, sem jeg hef hugsað mjer að semja, hef jeg af megni reynt að sneiða hjá þeim málefnum, sem oss voru að öllu ókunn, fyrst og fremst vegna þess, að oss alókunn málefni hefði jeg um leið þurft að rökstyðja, og í öðru lagi vegna þess, að ný málefni eiga sjer oftast örðugt uppdráttar, jafnvel þó rökrjett sjeu hugsuð.

Þar á móti er framþróunarkenningin, þó máske ekki vísindalega sönnuð, búin að vera kunn um lengri tíma og viðurkennd af fjölda.

Eins og málið bindur í sjer framþróunarkenninguna, þannig einnig allan annan vísdóm Sem orð ná til, en það væri ærið verk um lengri tíma, fyrir alla Íslendinga, sem tækifæri hafa til þvíumlíkra starfa, að brjóta allt málið til mergjar, en það liggur fyrir oss, þegar vjer höfum sannað oss að málið sje innblásinn mælikvarði, að sanna það öðrum þjóðum, svo þær eins og vjer get haft tækifæri til að leita sannrar menntunar af málinu »á þeim meiði es manngi veit, hvers af rótum rinnr«. Í jan. 1927.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
8. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞað eru nú liðin 6 ár síðan jeg tók saman grein mína um hulda lærdóma. Á þeim tíma hafa verið gjörðar margar mikilfénglegar uppgötvanir í heiminum, og má sjálfsagt telja, að mörgu hafi stórkostlega fleygt fram, en þrátt fyrir þessar framfarir, sem að sjálfsögðu eiga rót sína að rekja til aukinnar þekkingar, aukins skilnings hjá manninum, hefur enginn vakið máls á því, að þekkinguna væri á skömmum tíma auðið að auka stórkostlega enn, ef vjer færðum oss í nyt þá huldu lærdóma, sem í grein minni er bent á, að mál vort hafi að geyma eins og vorar helztu bækur, Biblían og Edda, taka fram.

Þar sem Íslands helztu menntamönnum sýnilega er þetta hulin gáta, en á hinn bóginn, að aldrei hefur heimi vorum verið lögð í hendur betri gögn til aukinnar menningar, er aðeins einn kosturinn. Sá sem verri hefur aðstöðuna verður að ríða á vaðið.

Verði málefni þessu illa eða dauflega tekið er það ekkert nýtt í sögunni, en máske til hægðarauka fyrir einhvern, mætti taka það fram, að einn af viðurkenndu kennurum þessa lands, hefur yfirfarið fyrri kafla greinarinnar, og ekkert haft nema gott um að segja yfirleitt, og hefur hann hvatt mig til þess, að halda skrifunum áfram, og í fullu trausti þess að mikið gott megi af hljótast, bið jeg alla þá, sem unna landi voru og móðurmáli, að kafa með mjer í vizkubrunninn.

Þó að í fyrri hluta greinarinnar sje margsýnt, að höfundur málsins hefur stöðugt byggt málið á mælikvarða grundvellinum, er þó sjálfsagt að bæta við þær sannanir, svo engum geti blandazt hugur um að málið sje allt þannig myndað.

Það kemur ekki til mála, segjum vjer, þegar vjer látum í ljósi, að eitthvað sje fjarstæða, og bendir það á að í máli voru sjeu engar fjarstæður, bendir á, að enn þann dag í dag, engu síður en á dögum Páls postula, sje haft eftirlit með málamynduninni, af þeim, sem þekkingu hafa til að dæma um, hvað sje eða ekki sje fjarstæður.

Þegar vjer ekki viljum draga einhverjar framkvæmdir segjum vjer að mál sje til komið, en sú setning bindur einnig í sjer, að búið sje að skrá hugmynd í málið. Útskýringin er því, þessi hugmynd á að framkvæmast, því hugmyndin er rjett, hún er skráð í máli voru.

Svo er mál með vexti segjum vjer, þegar vjer skýrum öðrum hvernig einhverjum málstað sje varið, en setningin bindur í sjer það, að með vexti málsins, sem er aukin þekking, skýrir málið sjálft, hvernig hverju eina er varið.9. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARLög landsins gera ráð fyrir því, að ef ágreiningur verður manna á milli, er hægt að skjóta þeim ágreiningi til dómstólanna, og frá þessum dómstólum eiga aðeins að koma rjettir dómar.

Þessa athöfn nefnum vjer málarekstur, málssókn og að fara í mál.

Með þessum orðum er ótvírætt bent á, að með því að sækja í málið, með því að rekja málið, sje oss gefið að sækja rjetta dóma. Listamenninrir sýna, ekki aðeins landslag, heldur einnig ýmsa atburði með litmyndum, og litmyndir þessar eiga að gefa oss rjettar hugmyndir um þá staði eða atburði, og nefnum vjer þetta málverk. Það orð gefur oss til kynna, að það, að sýna rjettar myndir sje verk málsins.

Trúin flytur fjöll segir máltækið. Það virðist nú í fljótu bragði, sem hér sé um einhverja vafasama fullyrðing að ræða, en við nánari athugun vita allir, að vindur og vatn bera árlega meira og minna úr fjöllum og hæðum niður á sljettlendið og einmitt af þessu myndast víða grundir, en um leið eru fjöll og hæðir að eyðast, og er það gefið að einhverntíma kemur að því, að þau gjöreyðist.

Af þessari ástæðu er í máli voru orðið mont, sem á fleiri tungum þýðir fjall. Fjöllin eru að hreykja sér, þau geta ekki staðizt, þetta er aðeins mont. Aftur á móti er allt það, sem með vissu fær staðizt, sem nógu rækilega er hugsað, grundað, sem dregið er af grund.

Af þessum orðum sjáum vjer máske betur en af mörgum öðrum orðum, hve langt er farið í leitinni til þess að byggja máli voru rjettan grundvöll. -

Málshættir eða máltæki vor mæla með sjer sjálf, enda er í orðum þessum sagt, að um sje að ræða hvernig máli sje háttað, og tæki til að mæla, sjá hvað rjett sje. Einn af þessum málsháttum segir oss að mál sje manni gefið, málshátturinn segir að málið sje innblástur.

Hver vill nú rísa upp og nefna þessa málamyndun þvaður, þar sem öll þessi orð, sem binda í sjer mál, eru nákvæmlega í sömu átt, að skýra frá því hve mikið sje í mál vort spunnið, og hve mikið sje til þess vandað.

Að vísu má svo segja að frá vorri hálfu sje það tómt þvaður, því vjer vissum ekki sjálfir með hvað vjer vorum að fara, en engu að síður getur það ekki dulizt nokkrum hugsandi manni, að stórkostlegt vit og hugsun er að baki.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
10. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARHöfundur Eddu skýrir oss frá brunni vizkunnar, en hann segir ennfremur, að enginn viti hvers af rótum renni. Með þessu segir hann: Jeg og mínir samtímamenn vitum ekki hvernig uppruna málsins er varið, og jafnvel má fullyrða, að þeir alls ekki fremur en vjer, hafi skilið málið, eða sjeð í því mælikvarða hugmyndina, en engu að síður getum vjer hugsað þeim fullkominn rjett, til að skrásetja það, sem þeir ekki skildu, hafi þeir t. d. fundið til þess, að aðrar þeim vitrari verur stjórnuðu skrifum þeirra, og gildir alveg sami möguleiki um skrif postulanna.

Edda segir oss að Niðhöggur nagi rætur Yggdrasils. Það má gjöra ráð fyrir því, frá hvaða verum, sem málið kemur, að í þeim hóp sjeu ýmsir miður færir um málamyndun, en vjer þurfum ekki að leita svo langt, því þar sem vjer sjálfir daglega erum að mynda mál, en höfum þó ekki gjört oss grein fyrir eðli málsins, er sjálfsagðast að leita í þá átt eftir niðhögg.

Í myndum nýrra orða hefur höfundurinn þó getað varizt öllum villum, eins og jeg áður hef útskýrt, en í notkun rjettmyndaðra orða, hefur oss tekist að rangfæra þau svo, að afskræmi mega kallast. T. d. »ertu«, sem er latmæli af »er þú«, en svo koma aðrir, sem til villunnar finna og skifta orðinu aftur í tvennt, en gleyma þá að fella úr aukastafinn t, sem kom í stað þ sins.. Ennþá argari er villan í orðinu »sjertu«, sem upprunalega og að rjettu lagi er sje þú, en þegar því orði er aftur skift eru komnir tveir aukastafir í orðið. -

Sama villan er í orðunum vertu, gerðu, sjerðu og óteljandi fleirum. .

Þó nú að höfundur málsins hafi getað stjórnað niðhögg, við myndun nýrra orða, og þó að svona villur sjeu lítið skaðlegar, geta þeir þó ekki annað en látið gremju sína í ljósi, og sýna það í orðinu »erta«, sem þýðir sem næst að reita til reiði, þeim finnst það »ertandi<, að svona villur skuli eiga sjer stað, hjá þó hugsandi mönnum, því þannig en á engan annan hátt er orðið erta til orðið í máli voru.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
11. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÍ brjefum Páls postula segir hann meðal annars, »skiljir þú ekki merking málsins ertu fyrir þeim sem talar sem útlendingur, og hann eins fyrir þjer«, enda gefur það að skilja, að vjer verðum að þýða orðin, til þess að vita hvað við oss er sagt, og er það næg sönnun því, að vjer ekki skiljum rjett, hve fjöldamargar trúarsetningar myndast, út af einni og sömu kenningunni.

Ef vjer athugum nánar t. d. kenninguna »sælir eru þeir sem trúa þótt þeir ekki sjái«, verðum vjer að setja þá kenning í samband við útskýringuna á því, hvað trú sje; þar stendur, »trú án sannfæringar er engin trú«.

Nú blandast víst engum hugur um það, að orðið sannfæring sje myndað af orðunum færa og sannir, sanna sjer eitthvað, en þá er þýðing fyrri setningarinnar orðin, sælir eru þeir sem sanna sjer það, sem þeir ekki hafa fyrir augum = sælir eru þeir, sem engu þurfa að trúa, enda er orðið trú, dregið af trútt, það er ábyggilegt, en engin blind trú gat hlotið það lof.

Biðjið og yður mun veitast það, er loforð gefið í Nýja testamentinu. Mætti nú ekki óhætt segja, að fæstar af bænum manna væru uppfylltar, þó stundum atvikist svo, að einmitt það uppfyllist, sem beðið hefur verið um. Í loforðinu felst ekki, að oss veitist það sem beðið hefur verið um, heldur aðeins veitist það, en tilvísunin í orðinu það, bendir á það sem orðið biðja bindur í sjer.

Að biðja er að gjöra tilraun til þess, að manni veitist eitthvað ákveðið, en fyrsta þýðing orðsins er bið. Lesi maður því setninguna með mælikvarða hugmyndina fyrir augum, með einmitt það fyrir augum, sem sjálft Ntm. telur oss svo óhjákvæmilega nauðsynlegt og sem síðar skal vikið að, þá verður þýðing loforðsins þessi: »Biðjið og yður mun veitast biðin«.

Ef vér hugsuðum oss að sleppa orðnu það aftan af loforðinu eins og sumar þýðingar Ntm. munu gjöra, ber að sama brunni, því málið er þrungið fullyrðingum um það, að dauði, veikindi og allir örðugleikar miði að fullkomnun, miði að því sem loforðið er, að oss veitist við bið.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
12. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARTil frekari skýringar á þessu er rjett að athuga málið nákvæmar, og komum vjer þá fyrst að orðinu bæn. Þar sem æ er samsettur stafur, bindur orðið í sjer hvorttveggja bón og ben, bendir því alls ekki á, að vænta mætti neinna stórgjafa fyrir athöfnina. Í öðrum tungum má finna líka útskýring, t. d. í ensku, er þar orðið bæn og hræ samstofna. Bænheyrsla er ennfremur orð, sem ekki bindur í sjer nein loforð um framkvæmdir, heldur aðeins um það, að eftir þeim verði tekið, að þær verði heyrðar.

Vjer höfum þá af þessum dæmum sjeð, að aðeins með því að lesa Ntm. með mælikvarðahugmyndina fyrir augum, getum vjer dæmt um rjettmæti þeirra skrifa, enda gæti ekki verið um misskilning á því að ræða, að við mælikvarðann sje átt, þar sem Páll postuli ver jafnmiklu máli eins og í 14. kap. í fyrra brjefinu til Korintu manna, til þess, frá mörgum hliðum að gjöra oss
skiljanlega nauðsynina á því, að þýða orðin ef vjer ætlumst til þess að skilja skrif hans, en þar sem það á hinn bóginn liggur í augum uppi, að möguleikinn fyrir því að hafa mælikvarða í tungu er til staðar, en þó aðeins með því einu móti, að þekkingin, vitið, sje í svo ríkum mæli til staðar, að oss ekki gæti hugkvæmzt, að helga forfeðrum
vorum þá þekking, og því síður þeirri öld, sem krossfestu mann fyrir það, að kalla sig Guðs son. En hverjum á þá að helga myndun málsins? Þó það sje ljett verk að sanna, ættum vjer í bráðina ekki að helga það neinum sjerstökum verum, heldur aðeins viðurkenna að málið er innblástur, viðurkenna málsháttinn: Mál er manni gefið.
Í janúar 1933.

13. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARJeg hef nú flutt það erindi, sem jeg fyrir löngu hef skrásett um þessi efni, en eins og að líkum lætur, er það aðeins lítill hluti af þeim útdrætti úr málinu, sem jeg hef gjört, þar sem jeg hef lagt yfir 20 ára tíma í að brjóta málið til mergjar. - -

Jeg hef með fjölda orða sýnt, að málið segir oss háða öðrum verum, þrátt fyrir það, að vjer sjálfir ekki höfum gjört oss grein fyrir þessu, nema ef vera kynni lítillega gegnum skáldin, eins og t. d. Grím Thomsen. Hann segir: »Af því flýtur auðnubrestur, öllum sem ei trúa vilja, ósýnilegur oss að gestur, innan vorra situr þilja, þylur sá ei langan lestur en lætur sína meining skilja, en ef ekkert á oss bítur, engill fer og lánið þrýtur«.

Það er margviðurkennt, og jeg hef fært mörg rök fyrir því, að Guðirnir tali gegnum skáldin, og í skáldskap þessum eru Guðirnir að segja oss að svo framarlega, sem vjer ekki gjörum oss fullkomlega ljóst, að Guðirnir gjöri vart við sig, gjörum oss það ljóst, að vjer sjeum undir áhrifum, þá sjeum vjer lánlausir, og verur þessar segir skáldið vera englana.

Vjer höfum um þúsundir ára verið að leita hjálpar með kenningum kirkjunnar, en það er óneitanlegt, að vjer stöndum hvað hjálp snertir, í sömu sporum og vjer stóðum frá fyrstu sögum, enda mun það aldrei hafa verið ætlun Guðanna, að kirkjan ætti að bæta meinin, heldur aðeins gjöra oss með trúnni á annað betra líf, ljettara að bera þjáningar og dauða, og er þessi staðhæfing mín í fullu samræmi við Nýja testamentið, sem segir: >Af því maðurinn í sinni speki ekki þekkti Guð í speki Guðs, þóknaðist Guði að gjöra þá með heimsku prjedikunarinnar hólpa, sem henni vildu trúa«, og má óhætt fullyrða að þetta sjeu lítil meðmæli með kenningum kirkjunnar, og til að staðfesta enn betur, segjum vjer daglega, ef t. d. börnin okkar hafa beinkröm eða þrífast ekki af einhverjum ástæðum, að í þeim sje kirkingur, og ætti hver maður að skilja þessa líkingu í málinu, og ef vjer lendum í óþrifum, flækjum og dróma, þá er sagt að allt sje í messu. Væri kirkjan stofnuð af Guðunum til þess, að frelsa oss eða lyfta upp, hefðu þeir líka áreiðanlega sjeð svo um, að merki kirkjunnar væru vængir en ekki kross, dauðamerkið.

En kirkjan hefur gjört sitt gagn, sitt ætlunarverk, yfir því er ekki að kvarta, en hennar verk er unnið, og hennar skeið á því að vera á enda runnið, því um leið og vjer öðlumst þekking á málinu, og getum af því sjeð ástæður allra hluta, er þörfin fyrir heimsku prjedikunarinnar útilokuð.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
14. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREn það er óhætt að nota sjer kenningar Nýja testamentisins, ef rjett eru með farnar. Ein af þessum kenningum segir oss, að dauðinn hafi komið fyrir syndina, og er þá aðeins eftir að vita hvað syndin er, og vil jeg þá fyrst segja söguna eins og hún gjörðist, og rökstyðja svo þá sögu með málinu Eddu og Ntm., og sagan er þá þessi: Í fyrndinni, áður en sögur fara af oss á þessum hnetti, hafði náttúran framleitt óteljandi grúa af mannlegum verum, sem höfðu lifað SVO lengi undirgefnir framþróun, orðið svo miklir, að þeir í staðinn fyrir að nefna sig menn, tóku sjer nafnið Guð.

Nú vill svo til, að sá elzti þessara Guða, varð undir í viðureigninni, hinir yngri sumir urðu honum meiri og gátu þar af leiðandi veitt sjer meiri ánægju, þeir höfðu jetið af skilningstrjenu, en þetta gramdist öldungnum og sagði hinum: »

Jeg get ekki unnað ykkur þess, að vera mjer meiri, vera mestir«. Hann bendir á oss, sem þá vorum nýsloppnir úr dýraríkinu, nýlega orðnir menn og segir ennfremur: »Nú tek jeg þessa skrælingja og deyði þá um nokkur þúsund ár, og verða þeir þá færir um að framkvæma þau verk sem náttúran ætlar Guðunum að gjöra, því eins og þið vitið, bætir náttúran stórfenglega við öll líf, sem svift eru líkamslífinu, jeg get unnað þessum skrælingjum að verða mestir, en ekki ykkur«.

Og þetta skeði, og skeði í skjóli þess, að þjáningarnar væru engar, í samanburði við vinninginn.

Fyrsta sönnunin fyrir rjettmæti þessarar sögusagnar er að finna í Nýja testamentinu, sem segir: »daglega eruð þið deyddir, og með ykkur farið sem sláturfje, en á þessu vinnið þið frægan sigur«. önnur sönnun í Eddu. »Einn veldur Óðinn öllu bölvi, hann er hollvinur og verndari okkar, en tortímir á sama tíma«. Óðinn er elztur allra Guða. Áframhaldandi sannanir eru nöfn fallna engilsins: Árinn, sem bendir á öll árin, þann elzta. Lucifer, sem þýðir ljósberi, sá sem er að upplýsa, gjöra meiri, Andskotinn, sá sem skýtur áfram andanum, skynseminni, og sá sem skotinn var í andanum. Djöfullinn, sem myndað er af Deus, öfund og gjöfull, Skollinn, sá sem skall, varð undir í viðureigninni, Drottinn, sem bindur í sjer dottinn, eða þann sem fjell. -

Orðið að syndga ber þetta líka ljóslega með sjer, því það orð bindur í sjer yndga, það er auka yndi sitt, sem einmitt er í samræmi við söguna.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
15. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARKristján Jónsson skáld sagði: Lífið allt er blóðrás og logandi und«, og við þetta orð und, skiljum vjer öll sár, eða allt það auma sem til er. Nú eru í málinu aðeins ein tvö orð, sem eru samstofna við und, og það eru orðin undir og undan, sem þá skýra glöggt fyrir oss, að undin er byggð á sömu hugmynd og undir og undan, undin varð til af því að einhver varð undan en annar undir, sem er einmitt sama sagan og jeg sagði, og samræmið í þeim Orðum og orðinu syndga, er full
komin sönnun fyrir rjettmæti sögunnar, því væru þessar orðmyndanir ekki þannig grundaðar, gat samræmið aldrei átt sjer stað, og þar sem þetta samræmi ennfremur er að finna í nöfnum fallna engilsins í sögusögn Eddu og Nýja testamentisins, þá held jeg því hiklaust fram, að full sönnun sje fengin fyrir því, að myndun málsins, Eddu og Nýja testamentisins, hljóti að vera runnin frá sömu vitsmunaverunum.

Þá erum vjer komin að lækningunni, sem verður síðasti þátturinn af þeim hluta þessa erindis, sem jeg að sinni flyt sem fyrirlestur.

Jeg hef optsinnis sagt, að dauðinn skyldi hverfa mjög bráðlega, og vil jeg nú sýna á hverju jeg byggi þessa staðhæfing, sem sjálfsagt mörgum í fljótu bragði kann að finnast vera staðhæfing, sem ekki geti verið á rökum byggð, af því blekkingar Guðanna eru búnar að fá oss til að trúa, að dauði og þjáningar sjeu sjálfsagðir hlutir, en sem að öllu eru óeðlilegir ef skoðaðir niður í kjölinn.

Um leið og vjer fyrir bending Guðanna erum búnir að fá þekking á málinu, og sjá ástæðurnar, hafa þeir Guðir, sem að sjálfsögðu er sá hluti þeirra, sem oss hafa verið meðmæltir, einnig gefið hinum drottnandi Guðum bendinguna, hingað og ekki lengra, enda er sá tími útrunninn, er Guðavaldið átti að standa, eftir Nýja testamentinu að dæma, og bendi jeg því til sönnunar á biblíuþýðing Russels.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
16. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARNú eru yfir 20 ár síðan Guðirnir hvísluðu í eyra mjer um þýðing málsins, það er yfir 20 ár síðan þeir gjörðu drottnunum aðvart um, að nú yrðu að hætta þeirra yfirráð, en þegar breytingin átti að koma, voru drottnarnir búnir að missa tökin, missa völdin í hendur legionum af drísildjöflum, skrælingjum, sem hafa svo mikla ánægju af að ráða yfir oss, að drottnunum hefur enn ekki tekizt, að fá þá til að gefa frá sjer völdin í vorar hendur, eins og oss er lofað í Nýja testamentinu, þar sem sagt er, að vjer eigum að dæma englana. -

Um leið og jeg segi opinberlega, að dauðinn skuli hverfa, þá er jeg einnig að segja Guðunum, að jeg fyrir hönd allra manna, ekki vilji kaupa völdin meira virði en að leggja þetta ár í sölurnar, jeg er að segja þeim, að svo framarlega, sem þeir ekki geta fengið oss völdin í hendur, þá æskjum vjer heldur, að vera valdalausir Guðir, því að fá oss í hendur þann kraft, er fyrir Guðina augnabliks verk.

Munu nú Guðirnir skella við skollaeyrunum, og búa sjer misþókunu vora um alla eilífð, búa sjer dóm þeirra manna, sem þeir hafa horft á drepna um þúsundir ára, með þeirri afsökun, að dauðinn auki oss svo, að vjer innan skamms munum geta gjört þau verk, sem þeirra vit nær ekki til að gjöra.

Guðirnir munu varla baka sjer illvilja vorn. Dauðinn mun bráðlega hverfa.

Að svo mæltu bið jeg alla að minnast þess, að það er of mikið heimtað af mjer, að jeg a einum klukkutíma geti sýnt ykkur það, sem jeg með 20 ára rannsókn sjálfur hef getað sjeð, en hafi jeg sannað ykkur eitthvert atriði, þá gleymið ekki, að á sannanir er óhætt að byggja meira.
Flutt í júlí 1933.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
17. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREftir það að jeg tók saman grein mína um hulda lærdóma, hefur mjer borizt spurningin: »Hvernig stendur á því, að vjer Íslendingar erum þeir útvöldu?«

Spurning þessi er eðlileg og var mjer mjög geðfelld, því hún sýnir, að sá sem spyr, viðurkennir rjettmæti í skrifum mínum, og vil jeg þess vegna reyna að gefa ástæður, sem honum og öðrum mætti vera styrkur til sönnunar.

Vjer verðum að álíta, að málið sje gefið þeim, sem færastir væru til þess, að færa sjer það í nyt, en þá erum vjer einmitt komnir að því, sem vér ættum að reyna að sanna oss.

Hvergi fáum vjer ljósara dæmi um það, hvar vjer stöndum í samanburði við aðrar þjóðir, en hjá Íslendingum, sem flutzt hafa vestur um haf, því þar er hægt að gjöra samanburðinn við flesta þjóðflokka hins menntaða heims, og hefur það árlega sýnt sig, að íslenzku börnin, þó aðeins sjeu lítið brot af fjöldanum, hafa hlotið verðlaun á verðlaun ofan, fyrir lærdóm sinn, og er ekki annað sjáanlegt, en að það verði að mestu að helgast meiri námsgáfum en börn hinna þjóðflokkanna hafa yfir að ráða.

Ef vjer lítum til heildarinnar, Íslendingar í Vesturheimi, þá dylst engum, hve geysimikla eftirtekt þeir hafa vakið á sjer, fyrir alla framkomu þar í landi, og þetta gjörist þrátt fyrir það, að þetta er langsamlega minnsta bjóðarbrotið, sem þangað hefur flutzt.

Ef vjer minnumst, hve örskammt það er, síðan að dönsk einokun var afnumin, og minnumst þeirra fjötra og eymdar, sem þessi einokun hjelt landi og lýð í, um lengri tíma, en horfum svo yfir, hvar vjer stöndum í dag, mun enginn rjettlátur dómari kveða upp annan dóm en þann, að engin þjóð hafi nokkurn tíma, síðan sögur hófust, verið jafn fljót að fá á sig menntaðra manna snið, og þó sjálfsagt megi segja, að fyrirhyggju hafi oss skort, þá má þó fullyrða, að í heildinni hafi framfarirnar verið svo örar, að þeirra væri ekki að leita hjá annarri þjóð en þeirri, sem framarlega stæði að andlegu atgerfi.

Ef vjer beinum huganum að sögu vorri, leynir það sjer ekki, að land vort nam fyrst úrval norsku þjóðarinnar, þeir einir, sem ekki gátu unað undirokun, enda ber sagan þess ljósan vott, að þeir ekki hafi staðið öðrum að baki, og það er margviðurkennt, að miðaldamenning Íslendinga hafi skarað langt fram úr menning annarra þjóða á því tímabili, og með stofnun Alþingis var myndað það stjórnarfyrirkomulag, sem menntaði heimurinn allt til þessa hefur haft til fyrirmyndar.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
18. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREf vjer enn vildum líta yfir heildina, þá má sjálfsagt fullyrða, að engin þjóð á tiltölulega jafn marga menn, sem vakið hafa á sjer eftirtekt fyrir listræni, og má t. d. um skáldskapargáfurnar segja, að þar stöndum vjer engum að baki, og hagyrðingar eru hjá oss svo almennir, að vjer erum næstum hættir að gefa þeim gaum.

Nú held ég því auðvitað fram, að skáldskapargáfan sje vöggugjöf, sje gefin af þeim, sem lengra eru komnir en vjer, en um leið höfum vjer rjettinn til að álykta, að þvíumlíkar gjafir komi yfirleitt til þeirra, sem mest hafa til þeirra unnið. – -

Vér verðum einnig að álykta, að mál vort, Guðamálið, sje til vor komið, sje oss fengið, til þess, að allur heimurinn hljóti af því upplýsingu, en til þess þurfti líka að fá það í hendur þeim, sem færastir væru til að brjóta það til mergjar.

Í fyrri skrifum mínum um mælikvarðann, hef jeg útskýrt, að athöfnin að nefna, bindi það í sjer að tiltaka efnið í orðunum, og notum vjer oft orðið rjettnefni, þegar skilningur og þekking vor hefur náð til þeirra málefna, sem orðin eru myndum yfir. Eins og jeg hef bent á, hve mikið sje í mál vort spunnið með því að láta málið sjálft útskýra það, eins vil jeg nú láta nöfnin sjálf benda á, hvað langt vjer Íslendingar erum komnir á framþróunarbrautinni, en áður en vjer tökum höfnin til athugunar, er ekki fráleitt að minnast Nýja testamentisins, sem segir að daglega sjeum við deyddir, og með oss farið sem sláturfje og ennfremur á það, að af þessu vinnum vjer frægan sigur.

Þennan sigur er að finna í fjöldamörgum mannanöfnum á landi voru, t. d. Sigurpáll, Sigursteinn, Sigurður og mörgum fleiri. Magnús bendir oss á þrótt, og getur hér ekki verið um annan en andlegan þrótt að ræða, Helgi segir vel til sín, eins og einnig Guðjón, Guðmundur og allir hinir guðirnir, Gamalíel og Háraldur benda ljóslega á að hjer sje ekki um nýgróður að ræða, en Benedikt og Valgarður sýna oss, að ýmislegt sje búið að reyna, að ógleymdum Ásvald og Valdemar, sem heimtu völdin, og svona mætti í nöfnum vorum finna ótal sannanir fyrir því, að nöfn vor bendi á, að vjer sjeum engrar annarar þjóðar eftirbátar.

Ef vjer hugsuðum oss svertingjana jafnoka sjálfra vor, værum vjer að leita upplýstra manna hjá fólki, sem að höfuðskapnaði líkjast meira öpum en nokkur annar þjóðflokkur, enda nefna aðrar tungur svertingjana negro, sem er sama orðið og nýgróður á máli voru. Orðið segir oss að þessir menn séu nýkomnir í manna tölu, og ef svo er þurfum vjer einmitt að leita að andstæðum, en hvergi munu andstæður við svertingja koma betur í ljós, en einmitt hjá oss, hvergi munu menn ljósari á hár og hörund, og þar sem orðið skyn og skinn eru samstofna, benda þau á, að meira skyni, meiri upplýsing fylgi ljósara hörund.

Málið hefur nú margsagt oss, að það sjálft sje innblástur, sje myndað af verum, sem gátu ráðið hvaða tungu vjer töluðum, en eins og þessar verur hafa ráðið málinu, þannig munu þær hafa fleiri ráð á sínu valdi, eins og vjer viðurkennum með notkun orðsins Drottinn, sem merkir þann sem drottnar.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
19. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÍ guðfræðinni er skýrt frá því, að þeir útvöldu munu verða aðeins fámennur hópur, og talan er nákvæmlega gefin upp, eitt hundrað og fjörutíu og fjórar þúsundir.

Það er ósannað mál, að vjer Íslendingar sjeum 144000, en það er ennþá lengra frá því að vera sannað, að vjer ekki einmitt sjeum 144000. Það vitum vjer að minnsta kosti, að þessi tala hlýtur að láta mjög nærri.

Mál vort og Nýja testamentið margskýra fyrir oss, að á manninn sje lagður kross,, sem miði að andlegri aukning, en er þá ekki einnig samræmi í því að hugsa, að þeir sem öðrum fremur hafa um aldir þurft að stríða við óblíðu náttúrunnar, hafi einmitt verið svo settir, til að aukast sem mest, svo þeir yrðu hæfari til að færa sjer í nyt þau stórkostlegu fræði, sem mannkyninu hafa verið gefin, Guðamálið, gjöra þá hæfari til þess að leiða alla aðra menn að rjettum skilningi.

Hvað svo sem vjer hugsum oss, að andlegu stigi voru líði, þá höfum vjer með málinu öðlast rjett til þess að gjöra ráð fyrir því, að aðrir væru ekki hæfari, en öllum rjettindum fylgja skyldur, og skyldan sem nú hvílir á oss er, aδ skella ekki við skollaeyrunum, heldur brjóta málið til mergjar, fyrst og fremst sjálfum oss til uppbyggingar. Gjörum við það, þá sigla fleiri í kjölfarið.

Mjer er það ekki dulið, að eldri rit segja afdráttarlaust að orðið mál, mælikvarði, og mál, tunga, sjeu óskyld orð, en fyrir þessari staðhæfing eru ekki færð nein rök, þar á móti hef jeg með þessum skrifum leitt mörg rök að því, að málið bæði gæti verið og sje gjört að mælikvarða. En hvaða rjett eiga svona órökstuddar staðhæfingar á sjer? Jú, máske þann að vera eldri, en það dylst engum sem vill skilja, að sjeum vjer á framþróunarbrautinni, verður það eldra að víkja fyrir því sem nýrra er, enda segir málið oss það ónytt, sem um of er gamalt, en nytilegt paô, sem nýrra er, því þetta binda orðin í sjer.

En það væri annars fróðlegt að sjá ritgjörð um það, að tvær hugmyndir, sem látnar eru í ljós með sama orðinu, sjeu óskildar hugmyndir. Oss mætti óhætt detta í hug sagan af hananum í skemmunni, og einmitt af þeirri ástæðu þurfum vjer að halda áfram leitinni eftir huldum lærdómum, því þó vjer hugsuðum oss, að oss gæti skjátlast, við útlegging ýmsra orða, og þó vjer ekki gætum krufið öll orðin til mergjar, má þó fullyrða, að vjer gætum fundið það, sem liggur á yfirborðinu, en það krefst áframhaldandi leitar.

Nýja testamentið segir oss, að það sjálft sje til orðið af því gamla testamentið sje ófullkomið, og að það, gamla testamentið, þess vegna ætti að líða undir lok. Þetta gefur oss til kynna að gamla testamentið sje gjört fyrir menn á lægra andlegu stigi, en um leið er það líka að gefa til kynna, að það sjálft sje gjört fyrir hugsandi sálir og má líka fullyrða, að tími sje kominn til að hætta að byggja á því riti, sem fræðir oss á að jörðin og öll dýr sjeu sköpuð á 6 dögum, þar sem jarðfræðingarnir sanna, að myndun jarðar og dýra skeður á afarlöngum tíma.

Í Jóhannesar guðspjalli, sem eftir orðinu að dæma gefur til kynna innblástur frá Guði, því það bindur orðið guðspjall í sjer, er oss færð önnur sköpunarsaga, þar stendur: Í upphafi var orðið og orðið var Guð og orðið var hjá Guði, það var í upphafi. Í því er ljósið, en ljósið er líf mannanna.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
20. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARAllt til vorra daga hefur það verið trú mannanna, að Guð hafi skapað jörðina, með almættis orði, og er sú trú talsvert ráðandi jafnvel enn, og ætti því sköpunarsaga Nýja testamentisins, sem lítið er höfð í hávegum, og kennimenn aldrei útskýra, ekki að getað hafa haft áhrif á myndun málsins, en ef vjer lesum þá sköpunarsögu með mælikvarða hugmyndina fyrir augum, þá fáum vjer þessa útskýring: Í byrjun varð hugmynd, sem myndaðist hjá náttúrunni, og hugmyndin sjálf var skapandi máttur. Það var í hafi. Hugmyndin myndaði ljós, en frá ljósinu kemur líf mannana.

Ef vjer reynum að finna þessari sköpunarsögu stað, komum vjer fyrst að því sem allir viðurkenna, að sólin sje lífgjafinn. Ef vjer skoðum orðin sól og sál, sjáum vjer að þau styðjast að meiri hluta við sömu stafina, sem sýnir að hugmyndirnar eiga svo mikið sameiginlegt. Ef vjer rekjum þessa grein málsins svolítið lengra, fáum vjer í málinu útskýring, sem bendir ljóslega á, að sköpunarsaga þessi hafi gildi, því sje sólin lífgjafinn, hljóta þau líf að framleiðast af skini sólar, en skyn kölluim vjer einmitt hugmyndirnar, sem sála mannsins framleiôir.

Í enskri tungu er nafn sálarinnar látið í ljósi með sama orðinu og sól í voru máli, og bendi jeg á þetta, til þess ennþá að sýna, að útskýring Páls postula, þar sem hann segir að engin tunga sje merkingarlaus, hafi fullkomið gildi.

Í sköpunarsögunni er sagt, að hugmyndin myndist í hafi, en þar höfum vjer sömu söguna og í máli voru, sem segir að allt myndist af hafi, þó það orð ekki merki fyrsta stigið, heldur sje þá hafið upp frá einhverju lægra stigi, eins og áður útskýrt.

Ennfremur má sjá af setningunni: »orðið var Guð«, að sköpunarsögunni og málinu ber saman. Orð eru hugmyndir, og hugmynd er ekki aðeins það, sem hugurinn myndar, heldur einnig það, sem hugann myndar, skapandi máttur, eins og vjer einnig viðurkennum, að brjóti maður heilann, er hann að auka sjálfan sig, og að sama takmarkinu leiða oss orðin æfilega, æfing, æfi og ævarandi. Þessi orð segja oss.

Lífið var til frá byrjun, er æfing og óendanlegt. Orðið náttúra er framþróunarkenning því það segir oss, að úr náttu sje eðlið, meira ljós, upplýsing. Náttúrulögmál er yfirgripsmikið orð. Fyrst bendir það á meira ljós, framþróun, því næst á lög, en lög benda bæði á lagasetningar og löginn, og síðast í orðinu er mælikvarðinn. Orðið náttúrulögmál er því mælikvarðinn sem lögurinn setur um framþróun, og er því sköpunarsagan í fullu samræmi við málið.

Sköpunarsagan segir oss, að hugmynd myndist hjá náttúrunni. Þessa staðhæfing reyni jeg ekki til að útskýra, fyrst og fremst vegna þess, að málefnið hlýtur að vera erfitt viðfangs, en það er einmitt ætlun mín, að útskýra þær hugmyndir í máli voru, sem oss liggja nær, og skilningur vor nær betur til, því þá erum vjer um leið að fá sannanir fyrir innblæstri.

Þó má vel vera, að í málinu megi finna næg orð og setningar, sem gætu gjört oss þá staðhæfing ljósa, eins og málið greinilega útskýrir af hvaða ástæðu þyngdarlögmálið myndist, en þar sem vjer nefnum allt það, sem erfitt er að skilja »þungt« bendir orðið á að þyngdarlögmálið krefjist mikils skilnings, og á því það málefni ekki að leggjast fyrir þjóðina í heild, heldur aðeins þann hluta hennar, sem betri gögn gæti haft í höndum, til að dæma um rjettmæti þeirra útskýringa.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
21. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARTil þess að sanna ennþá betur, að mál vort sje innblástur, sanna að vjer sjálfir sjeum lítils ráðandi, verðum vjer, þó að sumu leyti sje ótímabært, að halla oss um stund að þeirri hlið málsins, sem lútir að áhrifum.

Jeg hef áður haldið því fram, að skáldskapargáfa sje gjöf, og má fullyrða að öll skáld kannist við það, að þau sjeu misjafnlega upplögð eða fyrirkölluð.

Skáldið vaknar skyndilega af fasta svefni, og ryðst kvæðið fram í huga þess, undirbúningslaust, umhugsunarlaust. Það verður að ná sjer í skriffæri, því gæti það ekki komið kvæðinu á pappírinn, er kvæðið því máske tapað.

Ef vjer berum þetta saman við byggingameistarann, þá er ólíku saman að jafna, hann getur reiknað út byggingu brúarinnar í dag, á morgun, og hann getur haldið áfram verkinu hvenær sem tóm er til. Hann kann að reikna út, og setja saman í huga sínum, brúna sem hann ætlar að byggja án æðri hjálpar.

Þegar skáldið er »upplagt«, eða »fyrir kallað«, er því lagt að ofan, það er kallað á skáldið til að setja á pappírinn, kvæði og hugmyndir, sem það sjálft þarf að marglesa, til að geta fundið þær hugmyndir, sem í kvæðinu felast, og ekki sjaldan kemur það fyrir, að skáldin ekki finna sumar hugmyndirnar, fyrr en löngu síðar.

Að skáldið ekki hafi skilið sjálft sig, er fjarstæôa, em um leiõ og vier gjörum gáfuna, sem einmitt þýðir gjöfina, að innblæstri, þá er fengin útskýring, og afsökun skáldinu, en um leið sönnun fyrir því, að gjöfin kom þaðan, sem meiri þekking var til staðar. Orðið skáld og skáldskapur benda oss fyrst á hárlausan blett, en hár á það hvað hátt maðurinn sje hafinn, hárlaus blettur því á, að sá sje ekki hátt hafinn, enda er sú kenning æfagömul að skáldskapur sje æði, en æði ósjálfræði, og í orðinu óður kemur þessi kenning nákvæmlega og auðskiljanlega fram, og eru þá orðið margföld sönnun fyrir áhrifum annara vera, innblæstri.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
22. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREf vjer rennum huganum til drauma manna, tökum vjer fyrst eftir því, að þeir koma í líkingum, og daglega spyr sá, sem dreymt hefur, »getur þú ráðið þenna draum fyrir mig«, sjálfur gat hann ekki með vissu, og erum vjer þá komnir að málefni, sem hver skynberandi maður getur sagt sjálfum sjer. Maðurinn er ekki sjálfur að verki, því allir hljóta að skilja sjálfa sig.

Mjer kemur ekki til hugar, að halda því fram, að draumar sjeu sendingar frá æðri eða meira, hugsandi verum, heldur aðeins halda því fram að þeir sjeu hugarsendingar, því þó draumar oft rætist, eru flestir þeirra engu að síður illa Samansettur hugsanagrautur vera á lágu stigi, enda segjum vjer með orðinu dreymt, að draugar hafi verið að verki, en draugur er sá, sem aftur úr dregst, sá sem ekki kemst eins áfram og rjettur skilningur getur krafizt.

»Listir« benda oss bæði á verk listamanna og löngun, af því að löngun til lista hafa allir, en orðið bendir oss einnig á að oss sje lýst, það er, borið að oss ljós, að vjer fáum hjálp, og það bendir ennfremur á lýsing af manninum, lýsir þá ástandi mannsins svo, aδ hjálparþurfi sje. Þar sem allar þessar þýðingar eru í einum og sama stofninum, segir það skýlaust, að enginn listamaður sje til hjá oss, án aðstoðar meiri utanaðkomandi upplýsinga, og þá er fullkomin ástæða fyrir uppreisn gegn málinu, ef vjer ekki viljum viðurkenna rjettmæti þeirrar kenningar, að vjer ekki sjálfir sjeum færir um að framleiða listaverk.

En mundi nú ekki varlegra að dæma ekki málið skakkt myndað, þar sem svo fjöldamörg orð benda einmitt í sömu átt, og hvernig gætum vjer helgað Páli postula þá þekking, að sjá fyrirfram, að málið eftir 19 aldir myndi binda í sjer svona skýringar og hefði Páll postuli sjeð hulda lærdóma í sínu eigin máli, því braut hann þá ekki málið til mergjar og útskýrði, og sama spurning verður fyrir oss um höfund Eddu.

Eigum vjer ekki að sameinast um þá hugsun, að allt þetta sé næg sönnun fyrir innblæstri, og þá ekki innblæstri við málamyndun aðeins, heldur einnig við myndun Biblíunnar og Eddu, og um leið gjöra ráð fyrir því, að áhrifin gætu verið ærið víðtæk, án þess að vjer hefðum orðið þeirra varir.

Ef vjer leitum upplýsinga í Nýja testamentinu, sem vjer ekki megum gleyma, að nú hafa verið færð fjölda mörg rök fyrir að sje innblástur frá meira vitandi, meira ráðandi verum, en vjer sjálfir, þá er oss þar sagt afdráttarlaust, að Guð upphefji og niðurlægi gjöri ríkan og fátækan.

Það segir oss með þessu, að öll auðæfi, öll fátækt, öll niðurlæging og öll upphefð, sje Guðs en ekki vort eigið verk, og er þá ekki skammt farið í því, að benda oss á, hve afarlitlu vjer sjálfir sjeum ráðandi.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
23. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAROss er í Nýja testamentinu sagt, að vjer aftur megum vænta komu Krists, sem þá á að vera frelsari vor. Nafnið frelsari bendir oss glögglega á yfirráð annara, og bendir ennfremur á, að þau yfirráð sjeu oss svo þungbær, að koma frelsarans er fyrirheiti gefið oss til huggunar í ánauðinni, ófrelsinu, enda er frelsi krafa, sem viðurkennd er rjettmæt af öllum mönnum.

Í Galatabrjefi Páls postula er ófrelsi vort margskyrt, og tekið svo djúpt í árinni, að sagt er að vjer sjeum þrælar þeirra, sem í eðli sínu ekki eru Guðir, og ennfremur, að »til frelsis frelsi Kristur oss«, Og er þar tvisvar notað orðið frelsi, til þess að engum misskilningi geti valdið, að átt sje við það sama, sem í rauninni felst í orðinu frelsi.

Það er viðurkennt, að eðli allra manna sje, að vilja sjálfum sjer vel, en svo oft kemur það fyrir, að vjer gjörum ýmislegt það, sem vjer fyrirfram vitum að oss er skaði, að óþarft er að tiltaka dæmin. Nú segir mál vort: Það er mjer í vil og þá er vel, en með þessu er látið í ljós, að svo framarlega, sem vilji vor og val vort sje ráðandi, þá gjörum vjer vel, þá sje vel valið.

Þegar það nú er viðurkennt, að hugur stjórnar öllum gjörðum, þá er í hvert skifti og vjer aðhöfumst eitthvað, sem vjer fyrirfram vissum að ekki væri vel valið, allt annað en áhrif annara vera útilokað. .

Vanaleg útskýring manna á svona fyrirbrigðum er sú, að þá sje starfandi það illa í manninum, og er þá einn og sami maðurinn gjörður að andstæðunum gott og illt, en þessi hugmynd er neðan við alla dómgreind. Sje maðurinn kominn á svo hátt stig, að hann hafi það sem vjer köllum góðar hugsanir, vilji láta gott af sjer leiða, er maðurinn góður, en það er rangt að helga góðum manni ill verk. -

Á þessu fáum vjer í Nýja testamentinu þá útskýring, að maðurinn sje eins góður og hann er góður, og með því er sagt að dæma megi mennina eftir því bezta, sem í þeim sje, og er þá um leið gefið til kynna, að allt illt í manni sje áhrif og þá sjálfsagt af því, að vjer erum þrælar þeirra, sem í eðli sínu ekki eru Guðir.

Það er ekki ætlun mín að þýða Nýja testamentið, með mælikvarðahugmyndina lagða til grundvallar, en jeg hef tekið allmargar setningar Nýja testamentisins til íhugunar, til að sýna að máli voru og því, ber nákvæmlega saman.

En hvernig eigum vjer að hugsa oss það samræmi, ef málmyndunin væri vort eigið verk, og ef vjer tökum til greina, að t. d. þessi kenning, um algjör yfirráð annara vera, vort eigið ófrelsi hefur aldrei verið til, hvorki sem trú nje kenning, og hefði þessvegna ekki getað haft áhrif á málmyndunina. Vjer verðum að viðurkenna, að það er aðeins einn möguleiki til. Hvorttveggja, málið og Biblían, hljóta að vera gjörð af oss ókunnum verum, eru hugarsendingar, það, sem vjer á máli voru köllum ininblástur.

Það er ekki sagt sem nokkurt sönnunargildi, heldur til að seðja löngun hjá lesendum þessa bæklings, til að vita, að jeg hef síðastliðin 22 ár eytt öllum frístundum, og heilum nóttum til að kryfja til mergjar eðli og uppruna málsins, og að þeirri reynslu fenginni, verð ég að gefa máli voru fullkomin meðmæli, en að mæla með, þýðir að nota sem mælikvarða, og jeg fullvissa lesendurna á því, að jeg hef ekki orðið var við árekstur, málinu ber fullkomlega saman við sjálft sig, en það snýr við mörgum af þeim kenningum, sjerstaklega hvað trúmál snertir, sem hafðar eru í heiðri, og haldið er við líði ár eftir ár, en sem þó ekki verður varið, að eru að tapa gildi við aukna menningu.

Þó að jeg hafi gert dálítinn útdrátt úr málinu, sem skýrir fyrir oss framþróun, endurfæðing, uppruna og eðli málsins, og innblástur Biblíunnar, sem allt þurfti að útskýrast til þess að sanna, að sjálft málið væri innblásinn mælikvarði, þá er samt eftir nægilegt verkefni fyrir fjölda manna, um lengri tíma, til að halda áfram leitinni eftir huldum lærdómum, og jeg efast ekki um, að ef menntamenn vorir, í staðinn fyrir að leggja tíma sinn í að grafa í gömlum rústum, eins og rúnum og þvíumlíku, vildu leggja tíma sinn til að kryfja mál vort til mergjar mundi þeim auðnast að finna, og sjerstaklega auðnast að útskýra, margfalt fleira og betur en mjer hefur tekizt.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
24. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞað má vel vera, að einhverjum finnist jeg færast mikið í fang, þar sem jeg er að reyna að útskýra áður óþekkta hluti, finnist það stórbokkaskapur af mjer, að láta mjer til hugar kOma að útskýra hvað Drottinn sje, hvað taki við eftir dauðann og svo frv., en gæti ekki skeð að sá hinn sami hafi hlustað á ræður svonefndra menntamanna, þegar þeir segja, að ólíklegt sje, að oss nokkurntíma takist að fá fullvissu um það, hvað taki við eftir dauðann, hafi hlustað á svona ræður án þess að láta sjer nokkuð til um finnast, en hvor er nú meiri stórbokkaskapurinn.

Sá, sem heldur því fram, að ólíklegt sje, að oss nokkurntíma takist að skyggnast inn fyrir dauðans dyr, er að segja; Jeg skil það ekki, það er svo þungt málefni, og svo er dregin sú ályktun að þá sje mjög ólíklegt að það nokkurntíma verði skilið.

Þetta er stórbokkaskapur, en þó um leið barnalegt, hent fram yfirvegunarlaust.

Edda segir oss frá huldum vísdómi í málinu, og það gjörir Nýja Testamentið einnig, en um leið og oss er sagt frá þessu, er oss gefið í skyn, að vjer sjeum nógu hugsandi til að færa oss í nyt, enda segir Nýja Testamentið, að »ekkert sje svo hulið að ekki komi í ljós, ekkert svo leynt að ekki verði uppvíst«, og það segir ennfremur: »leitið og þjer munuð finna, knýjið á og þá mun fyrir yður upplokið verða«. -

Jeg hef í ritgjörð þessari fært mörg rök að því, að mál sje manni gefið, og um leið fyrir því, að innblástur sje til og hafi verið til staðar, þegar Edda og Biblían voru skrifaðar, þar á móti eru engin rök leidd að því, að mál-mælikvarði og mál-tunga sjeu óskyld orð, en hvor kenningin á þá að gilda?«

Vilja íslenzkir menntamenn rökræða þetta mál frekar, eða vilja þeir taka mínar sannanir gildar?

Geta þeir verið þekktir fyrir að reyna að svæfa málið í hel ? 13. febrúar 1933.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
25. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARAllmargir hafa spurt mig, hversvegna að mál ekki hafi myndast hjá öðrum þjóðum, hversvegna að vjer Íslendingar aðeins höfum hlotið mál, en allar aðrar þjóðir aðeins tungu, eins og jeg oftsinnis hef bent á að Páll postuli taki fram, að mál sje aðeins eitt.

Það virðist sem allmargir eigi örðugt með að skilja þá útskýring mína á skrifum Páls postula, að aðeins geti verið um eitt mál að ræða og vil jeg nú reyna að rökstyðja þessa staðhæfing. Saga málmyndunar er á þessa leið.

Hugsum oss náttúruframleiðsluna manninn, á lágu stigi, en um leið undirgefinn framþróunarlögmálinu. Eftir því, sem mannsandinn eykst, þarf hann að láta fleiri og fleiri hugmyndir í ljósi, og gjörir það, með því að mynda fleiri orð í tungu sinni, en orð þessara manna hljóta að vera táknhljóð mynduð án þess að hafa gjört sjer nokkra grein fyrir samræmi eða málfræði. Hugsum oss þessa menn aukast að viti eða skilning, og að því koma, að þeim lendir saman í orðakasti út af einhverri hugmynd.

Báðir aðilar skýra sína hlið málsins, hvor eftir sinni getu, með þeim táknhljóðum, sem þeir þá höfðu ráð yfir á tungu sinni, en af því að orðin voru táknhljóð, gat, hvorugur verið viss um að skilja hinn rjett, því að það var ætíð ósannað mál, hvort táknhljóð þessi framleiddu sömu hugmynd hjá báðum, og skilningur þessara manna komst á svo hátt stig, að ætíð þurfti að gjöra ráð fyrir þessu, og einmitt af þeirri ástæðu fundu þeir þá vissu, að tunguna væri hægt að gjöra að máli, að í orðunum væri hægt að binda útskýring á efninu, og var þá aðeins ein leið opin. Tunguna varð að ummynda. Mál varð að verða til.

Eftir öll þau heilabrot sem þetta útheimti, skildist þessum mönnum, að ef efnið ætti að felast í orðunum, þá þyrftu orðin að vera samsett af ýmsum hljóðum, sem hvort um sig þyrfti að hafa sjerstaka þýðing. -

Stafrófið var að verða til. Ef vjer hugsum oss það stökk, sem þurfti að taka frá táknhljóða tungu til mælikvarða, og hugsum oss, að nauðsynin til þessa stökks skeður í einu vetfangi, skeður um leið og sú hugmynd framleiðist hjá þeim, sem þá er lengst kominn í framþróuninni, að bæði þörfin og möguleikinn sje til staðar, þá er auðvelt að skilja, að árekstrar hafi við málmyndunina orðið óteljandi, og að oftsinnis hafi þurft að rífa til grunna, það sem máske hafði tekið aldir að byggja, áður en takmarkinu var að fullu náð,

Að ná þessu takmarki útheimti það, að hvert einasta orð í málinu þurfti að framleiða með rjettu hljóði, og að því rjetta hljóði varð aðeins náð með því einu móti, að hver stafur í orðinu væri borinn fram með rjettu hljóði, orðin þurftu að styðjast við stafina, þegar því takmarki var náð, var málið myndað, en varð til aðeins með þessu eina móti, en eitt mót gat ekki gefið nema eina mynd, eitt mál, og af þeirri ástæðu, að náttúran er ein með þessu takmarki. Efnið var aðeins til í eitt mál, og af þeirri ástæðu, að náttúran er ein með einu takmarki, og er þá komið að kenningu Páls postula og einnig að kenningu Eddu, þar sem sagt er, að hver einasti hluti alheimsins, frá æðsta hugtaki sálarinnar, átti sína sjerstöku rún, sinn sjerstaka staf.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
26. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARHversu margar þúsundir alda það hefur tekið, að gjöra táknhljóðatungu að mælikvarða, er ekki fyrir þá að ræða, sem enn ekki hafa gjört sjer grein fyrir því, að rjettbyggð tunga sje mælikvarði, og til þess að láta sjer detta þá tímalengd til hugar, þyrfti fyrst að kryfja málið til mergjar, til að sjá, hve mikið væri í málið spunnið. –

Af málinu getum vjer dregið þá ályktun, að það sje myndað af ódauðlegum verum, því ættum vjer sjálfir að mynda það, og þó vjer hugsuðum oss vitið á svo háu stigi, að ekki væri til fyrirstöðu, þyrftum vjer til þess að ná samræmi í allt málið, að þekkja til hlýtar það mál, sem til var orðið, áður en vjer gætum myndað ný orð, en sú þekking væri óhugsanleg á vorri stuttu æfi, - krefðist afdráttarlaust afarlangs tíma.

Þessi ályktun með þá kenningu fyrir augum, að vjer sjeum Guðir, og að daglega sjeum vjer deyddir, og með oss farið sem sláturfje, færir oss að því takmarki, þá sönnun að málið sje rjettur mælikvarði, þar sem það bindur í sjer útskýringar á því, hve afar litlu vjer sjálfir sjeum ráðandi, og að frelsisins sje oss full þörf. Málið er með fjölda orða að sanna oss sjálft, að það sje innblástur, en sannana væri árangurslaust að leita í því máli, sem ekki væri í fullkomið samræmi, mælikvarði, og þess vegna væri einnig ómögulegt að blekkja oss með öfugt mynduðum orðum.

Það er alls ekki óhugsanlegt að einhver þeirra, sem þetta les, geti enn ekki áttað sig á því sem jeg stöðugt held fram, að einungis geti verið um eitt mál að ræða, og vil jeg því til enn nákvæmari útskýringar gefa dæmi.

Hugsum oss þann mátt, að geta einangrað allar þjóðir heimsins, um lengri tíma, og að framþróun á þeim tíma gjörði allar þjóðirnar svo miklar andlega, að hver um sig í einangruninni vissi nóg til þess að mynda mál, hver úr sinni tungu, en til að gjöra þetta að mælikvarða, væri þá ekki nóg að mynda orðin af einhverjum eldri orðum í málinu, stofnorðin væru þá ekki eitthvert gamalt orð, heldur væri stofninn sú hugmynd sem liggur til grundvallar hverju orði, því orðin þyrftu þá að sýna það sjálf, hvað málmyndarinn hugsaði sjer ástæðu hvers eins.

Þegar svo allar þessar einangruðu þjóðir, eftir margvíslegar þrautir, eftir að hafa rifið tii grunna sinn eftir sinn það sem byrjað var að ummynda, á endanum hefðu náð takmarkinu, væru búnar að skapa sjer nýtt mál, gæti ekki verið nema um málið að ræða, allar þjóðirnar töluðu þá, þrátt fyrir alla einangrun, einu og sama málinu, sem vjer í dag nefnum íslenzku, málinu sem ekki er íslenzka, heldur mál Guðanna.

Af þessum ástæðum er það, eins og áður tekið fram, að enginn maður hjer á jörð mun eftir lítinn tíma álíta sjálfan sig menntaðan, eða vera álitinn það af öðrum, án þess að hafa rannsakað mál vort, kunna málið, eins og enginn æðri skóli þá getur átt sjer stað, án íslenzku kennslu, og er þetta vissa sem fengin er með 22 ára rannsókn á málinu, og því nokkuð langt frá því, að vera slegið fram út í bláinn, vissa sem ein út af fyrir sig er næg ástæða fyrir þá, sem landi voru unna, til að rannsaka málið nánar, frá mælikvarða sjónarmiði, jafnvel þó þeir af þeim dæmum, sem þegar hafa verið sýnd, hafi fengið nægar sannanir þeim staðhæfingum mínum að tunga vor sje innblásinn mælikvarði.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
27. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARVæri máli þessu þannig tekið, væri aðeins verið að færa sjer í nyt bendingar Páls postula þar sem hann segir: »með annarlegu tungutaki og annarlegum vörum, mun jeg tala til þessa lýðs, og ekki að heldur munu þeir heyra mig segir Drottinn«, því það sýnist talað í allbeinum orðum, að vjer ekki skiljum það, sem vjer förum með, og að það ekki sje vort eigið verk, sem þá einnig leiðir af sjálfu sjer.

Enn sem fyrr á jeg bágt með að sjá, að hugsandi menn þurfi lengi að brjóta heilann um þessi efni, til að finna fullkomnar sannir því, að bæði Nýja testamentið og mál vort sje innblástur, en vilji svo til, er jeg fús að rökræða málið frekar við einn og alla.

24. febrúar 1933.

Jeg hef hjer að framan, með fjölda orða, sýnt að málið, sem vjer tölum, væri ekki myndað af oss sjálfum, heldur verum, sem nefna sig Guði.

Jeg hef útskýrt, að vjer verðum að læra, að skilja mál þeirra rjett, ef vjer viljum skilja rjett það sem þessir Guðir tala við oss, hvort heldur gegnum málið sjálft, eða í þeirra eigin orði, Guðsorði, sem þá er að finna í Eddu og Nýja testamentinu.

Til þess að skilja þetta nákvæmar, skulum vjer velta þessu fyrir oss, og skoða frá fleiri hliðum. Þörfin og þráin til að fá að vita, hefur leitt það af sjer, að upp hafa risið menn, fjöldi manna, sem hafa gjört sjer grein fyrir því, að til væru oss huldar vitsmunaverur, og hafa þessir menn með ýmsum aðferðum fengið þessar huldu verur til að tala við sig, ýmist með ósjálfráðri skrift, eða gegnum svonefnda miðla, sem þá ýmist eru með ráði eða ekki, ýmist vakandi eða sofandi, í trance, og þó að til sjeu ýmsir menn, sem neita þvílíkum fyrfrbrigðum, eru þó sannanirnar fyrir áhrifum einhverra vitsmunavera svo óyggjandi, að flestir láta þvílíka dóma inn um annað eyrað, en út um hitt, og sambandið helzt við. -

Hvaða aðferð, sem notuð hefur verið, til samtals við þessar huldu verur, hefur þó aldrei verið fundin nein aðferð, sem .ekki útheimtir, að til rannsóknanna verður að nota eitthvert tungumál. Tungumál er því óhjákvæmilegt tæki, til að fá að vita, hvort heldur smátt eða stórt, óhjákvæmilegt tæki, til þess að geta komizt að nokkurri vissu um aðra heima, annað líf, og geng jeg út frá því, að allir samþykki þetta rjett hugsað, en þá leiðir það einnig af sjálfu sjer, að sú fyllsta og óhjákvæmilega nauðsyn er fyrir oss, að gjöra þetta tæki svo úr garði, að í öllu sje óhætt að treysta, en það traust getum vjer ekki fengið á málinu, fyrr en vjer höfum gert oss fullkomlega ljóst, hvort sje eðli og tilgangur málsins.

Það er þá tvennt, sem vjer höfum gjört oss fullkomlega ljóst, fyrst það, að tunga er óhjákvæmileg, til að fá eitthvað að vita um aðra heima, og í öðru lagi, að tungan verður að vera svo úr garði gjörð, að engum misskilningi geti valdið. En fyrst þetta tvennt er óhjákvæmilegt, verðum vjer að muna, að það er rökrjett afleiðing, að útfyrir takmörk rjettmyndaðrar tungu, megum vjer aldrei fara.

Hvert er þá takmark rjettmyndaðrar tungu ? Takmark tungu er þá fyrst og fremst, að láta öðrum í ljósi hugmyndir þess sem talar, en til þess þarf að vekja upp sömu hugmynd hjá þeim sem hlustar, og til að vekja upp sömu hugmyndina, verða báðir að leggja sama skilning í orðin. Takmarkið er þess vegna að gjöra tunguna að mælikvarða, og það er tungan orðin, um leið og hvert orð bindur í sjer rjettar útskýringar á þeirri hugmynd, sem liggur til grundvallar orðinu. -

Af þessari ástæðu má fullyrða að fyrst orðið mál hefur tvær merkingar er það vegna þess, að til grundvallar liggja báðar hugmyndirnar, tunga og mælir, og er þetta eina orð því fullkomin sönnun fyrir mælikvarða málsins og innblæstri, af þeirri einföldu ástæðu, að vjer sjálfir, hvorki þekktum þessa rökfærslu, nje gátum vjer gjört að mælikvarða, vegna þekkingarskorts á uppruna og eðli þeirra hluta, sem mál er myndað yfir. -

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
28. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÍ leitinni að upplýsingum frá öðrum verum, komum vjer fyrst og óhjákvæmilega að þeim bendingum, sem oss eru gefnar í Nýja testamentinu.

Til að festa nógu vel í huga allra, tek jeg aftur fram, að um guðsorð geti ekki verið að ræða, nema það sje orð Guðs, og má um guðfræði segja alveg hið sama, en fyrst þessi orð binda í sjer þessa útskýring, erum vjer, þó í blindni sje, að viðurkenna að guðfræði sje innblástur, hugarsendingar.

Þegar vjer nú höllum oss að guðfræðinni, til að leita upplýsinga, er oss, í hugarsendingum í gegnum Pál postula, sagt frá því hve afar nauðsynlegt oss sje að iðka kærleikann, og sækjast eftir andlegum gáfum, sjerstaklega spámannlegri andagift, oss er sagt að í það sje öllu öðru meira varið, svo mikil áherzla er á þetta lögð, en það er samt sem áður eitt undanskilið, það er samt sem áður látið í ljós, að jafnvel þetta sje fánýtt, í samanburði við það að tala tungum, ef vjer um leið útleggjum tungurnar.

Að öllu þessu samtöldu, höfum vjer þá fengið sannanir fyrir því, að sjálfur Guð, er að benda oss á það æðsta takmark sem til sje, og það takmark er, að gjöra sjer fulla grein fyrir eðli málsins, mælikvarðanum, og til þess að oss gangi betur að skilja þetta eðli, er sagt frá því, að málið bindi í sjer hulda lærdóma.

Það er því fullljóst, að Guð ætlast alls ekki til þess, að vjer í barnaskap, í blindni, trúum einhverjum kenningum um hans vizku, trúum því í blindni, að gæði hans og umhyggja sje óyggjandi, heldur þvert á móti er það margítrekað í Nýja testamentinu, að vjer þurfum að gjöra oss fulla grein fyrir öllu, og það er ennfremur tekið fram, að til þessa sje skynsemi vor á nægilega háu stigi.

Þegar jeg þess vegna, áður í riti þessu sagði, að ætlunarverk kirkjunnar hefði aldrei verið, að frelsa mannkynið, heldur aðeins að gjöra því, með trúnni á annað og betra líf, ljettara að þola þjáningar og dauða, þá er því alls ekki slegið fram umhugsunarlaust, heldur dregnar rökrjettar afleiðingar af kenningum Nýja testamentisins, og þess vegna á, eins og jeg þar benti á, kirkjunnar skeið að vera á enda runnið, því um leið, og vjer höfum fengið rjettar upplýsingar af málinu, er þörfin fyrir blinda trú útilokuð.

Þegar jeg, í fyrri hluta þessa rits, sagði að dauði og þjáningar skyldu hverfa á því ári, var jeg að segja, að jeg hefði rakið málið svo langt, að jeg fyndi skýlaust loforð Guðanna um, að svo skyldi vera. En kenning þessi er nýstárleg, og orsakaði um mig ymsa sleggjudóma.

Jeg hef með rökum sýnt, að til þess að finna sannleikann sje aðeins einn vegur, gegnum málið, en þá er um tvennt að ræða. Hafi mjer tekizt að draga rökrjettar afleiðingar af málinu, er dómur minn rjettur, og þá um leið sönnuð óorðheldni Guðanna, hafi mjer þar á móti ekki tekizt þetta, hefur mjer skjátlazt, en þá er eina rjetta leiðin fyrir aðra að kryfja málið, sjá í hverju mjer hefur skjátlazt, hjálpa til að finna sannleikann.

Er það máske ekki fundinn sannleikur, fullkomin sönnun, þegar fundið er samræmi í merki kirkjunnar og ætlunarverki, þar sem um leið eru lagðar til grundvallar kenningar Nýja testamentisins, eins og með greininni »af því maðurinn í sinni speki, ekki þekkti Guð, í speki Guðs, þóknaðist Guði, að gjöra þá með heimsku prjedikunarinnar hólpna, sem henni vildu trúa«, og þegar því svo er bætt við, að með því að draga rökrjettar ályktanir af Nýja testamentinu, þar sem sagt er að málið bindi í sjer hulda lærdóma, með ö. o. þegar leitað er í málinu og allt færir að sama takmarkinu. Það fer þá að verða örðugt að sanna nokkurn hlut, ef hjer er engin sönnun fengin, og þá sjerstaklega minnist maður þess, að hafi tilgangur Guðanna með kirkjunni verið einhver annar en jeg nú hef skýrt, hefur hún að minnsta kosti ekki náð tilgangi sínum, en tilganginum fullkomlega náð, eins og kenningum kirkjunnar hefur verið hagað til þessa, að hugga menn í Taunum sínum. Jeg tek það því ennþá fram, kirkjan á að hverfa. -

En með þeim sönnunum um þetta atriði, sem jeg hef nú skýrt, höfum vjer fengið sannanir fyrir fleiru, sannanir fyrir því, að Edda, Biblían og málið, er allt til vor runnið frá Guðunum, því án þess var samræmið milli þessara aðila, útilokað, og ef vjer gáum betur að, þá er þetta ennfremur sönnun fyrir áhrifum Guðanna á oss, og sanna þau svo mikil, að vjer án þess að vita, skrifum heilar bækur, myndum daglega mál af þeirra viti, en ekki voru eigin, en um leið ætti líka setning Nýja testamentisins: Guð upphefur og niðurlægir, gjörir ríkann og fátækann, með öðrum orðum ræður smáu og stóru, að fá hjá oss fullkomið gildi.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
29. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞegar vjer höfum rakið þessa hluti, og fundið að Guð, en ekki vjer, ræður öllu, er það um leið gefið, að kenningin um synd vora er hrakin, en þá um leið, að sannast að vera rjett útlegging mín á orðinu syndga, orð sem bindur í sjer yndga = auka ánægju sína, og þá um leið fundið samræmið í orðunum syndga og und, sem eins og áður útskýrt, segir að einn eða fleiri af Guðunum hafi orðið undir, en aðrir undan, hafi aukið ánægju sína, jetið af skilningstrjenu = urðu meiri.

Þá sögu var jeg búinn að segja áður og sannaði þá meðal annars, með Eddu, Nýja testamentinu og nöfnum fallna engilsins í málinu, sem eins og margsinnis er tekið fram, að ekki gæti átt sjer stað, væri málið og þessi rit mannasetningar.

Þýðing mín á orðinu syndga er fullkomlega staðfest rjett að vera í guðsorði, Nýja testamentinu, þar sem þeir láta Pál postula segja, að vjer sjeum eins góðir og vjer sjeum góðir, sem er sama og að segja, eins góðir og það bezta sem í Oss búi, og þar segir ennfremur: »Það góða, sem þið viljið gjöra, það gjörið þið ekki, en það illa, sem þið ekki viljið gjöra, það gjörið þið«. Hjer er afdráttarlaust sagt, að vjer viljum aðeins láta gott af oss leiða, og þýðing mín er staðfest rjett með því, að þá er ennþá fundið samræmi í málinu og kenningum Nýja testamentisins, kenningum, sem ekki hefur verið hossað hátt, og staðfesting þessi fær ennþá fullkomnara gildi, þar sem sagt er einnig, að vjer sjeum þrælar guðanna, því þrælnum verða ekki helguð verkin, heldur húsbóndanum.

Sjálft orðið þræll ber þetta einnig fullkomlega með sjer og sannar þá samræmi í sögusögn Páls postula, þar sem hann lýsir gæðum vorum, því orðið þræll merkir bæði fantur, en um leið að hann sje undir aðra gefinn.

Margir halda því fram, þegar um einhvern breizkleika er að ræða, að manninn vanti viljakraft, en hvílík villa, lengra en að vilja og ásetja sjer verður ekki farið, mismunurinn er afdráttarlaust í því fólginn, að valdinu er misjafnlega beitt, harkan við stjórn á sumum meiri en á öðrum, óviðráðanleg, sem sú setning Nýja testamentisins, að vjer sjeum þrælar, og þýðing orðsins þræll, fullkomlega bendir á.

Vjer getum hæglega sannað oss þetta vald, með drykkjumanni, sem drekkur í dag, á morgun Og máske heila viku, í einu, en hættir svo og bragðar ekki dropa í mánuð eða tvo, en fellur þá aftur fyrir freistingunni, eins og það er nefnt. Ef eitur úr víninu sýkti líkamann, væri eðlilegast, að líkaminn neitaði að taka við eitrinu, en hvaðan kemur þá löngunin til drykkjarins, þegar hugurinn segir, jeg skal ekki bragða dropa.

Þarna er fundin mótsögn, nema því aðeins, að önnur sterkari öfl sjeu tekin til greina. Ef vjer nú tökum þetta frá annari hlið, þeirri hliðinni, sem álitin hefur verið rjett, að líkaminn heimti viðbót, eða megi ekki sviptast eitrinu í einu, hvernig stendur þá á því, að maðurinn gat hætt eftir vikuna, einmitt þegar líkaminn heimaði meira, en hafði ekki viljakraft til að byrja ekki drykkjuna, þegar líkaminn ekki var að heimta eitur. Þarna er aftur mótsögn, nema ef tekið er til greina önnur sterkari öfl, vald Guðanna.

Vjer getum fundið dæmi, sem sanna mitt mál ennþá nákvæmar, dæmi af manni, sem máske í heilan mánuð stelur öllu steini ljettara, hvort sem þörfin er fyrir hendi eða ekki, en skilar svo öllu næsta mánuð, og líður þá svo illa, að hann biður þá fyrirgefningar á verkinu. Þarna er aðeins vilji eða hugmyndir, sem stjórna gjörðunum, en ósamræmið fer þá að ganga æði langt, nema vald drottnanna sje tekið til greina.

Þetta síðasta fyrirbrigði hefur ætíð þótt illskiljanlegt, en þá hefur verið tekið til þeirra vandræða úrslita, að nefna verknaðinn sjúkdóm, en fyrst búið var að gjöra úr þessu sjúkdóni, þótti líklega ekki lengur nein skylda hvíla á því, að gjöra frekari grein fyrir ástæðunum á þennan vesæla hátt bjarga svonefndir vísindamenn sjer stundum úr kröggunum.

Lúsasót hefur verið til um heim allan. Þess eru dæmin, að menn hafa verið klæddir úr hverri spjör, þvegnir og kemdir, og klæddir í hreinan fatnað, en eftir örstuttan tíma morað í fullvaxinni lús. Vjer vitum að á líkama manns eru engin fylgsni, sem ófögnuður þessi gæti haldizt við í, vjer vitum að lús ekki verður til án föður og móður, og er nokkra daga að fullþroskast. En hvernig skeður þá þetta fyrirbrigði? Jeg tek það fram, að jeg sjálfur hef verið sjónarvottur að þessu, misskilningur var útilokaður.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
30. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÍ fyrri daga voru óteljandi torskilin fyrirbrigði nefnd álög, en þegar fyrir aukinn skilning sást, að nágranninn ekki gat haft neinn mátt til að framkvæma verkin, lognaðist sú trú útaf, eu engin ný skýring kom í staðinn. Skýringin er álög; það er lagt á manninn að bera kross, en þá auðvitað af þeim, sem drottna.

Forlagatrúin, sem áður var mjög rík í hugum manna, hefur að vísu rjenað á seinni árum, en deyr þó ekki út, því einlægt finnast menn, sem gjöra sjer fullljóst, að maðurinn er meira og minna ósjálfráður gjörða sinna.

Í orðunum sjúkdómur, kvilla, lasinn, sársauki og verkur er ágæt útskýring. Með þessum orðum er enn að sannast samræmið í máli og Nýja testamentinu, þar sem sagt er: »daglega eruð þið deyddir« o. s. frv., enda nefna Frakkar dauðann »mort«, sem er sama orðið og morð í máli voru.

Af því vjer erum undir áhrifum, og veikindi og dauði eru áhrif annara vera, er erfitt að skoða hina hlið málsins, eða sýna með rökum hvernig maðurinn er, ef áhrifalaus, en ef málið sjálft getur sýnt oss þetta, og einlægt verið sjálfu sjer samkvæmt, þá ætti það að vera sönnun fyrir því, að útskýringar mínar sjeu á rökum byggðar, og þá einnig sönnun fyrir því, að málið sje rjett byggður mælikvarði, sem vjer þá megum byggja allar skoðanir vorar, allan vísdóm á.

Að vera »heill heilsu«, er eftir mínum útskýringum að vera áhrifalaus, og einmitt á þetta benda orðin. Heill er hver sá, sem ekki er hálfur, eða einhver annar hluti úr heild, heill er því hver, þegar enginn annar kemur til greina. Ef um áhrif á mig er að ræða, kemur fleira en jeg til greina, jeg er ekki heildin, m. ö. o. hver sá sem er áhrifalaus er heill, um annan þátttakanda var ekki aõ taeõa.

Heilsa er tvennt, bæði heilsufarslegt ástand og kveðjur. Hvernig heilsast þjer þýðir því, hvernig kveðjur, hvernig sendingar færðu.

Í spurningunni »hvernig líður þjer« felst ekki, áttu gott eða áttu bágt, heldur hvað áttu mikið bágt, því að líða er aðeins að eiga bágt, og gjörir því málið ekki ráð fyrir öðru en bágindum.

Í öllum þessum orðum, sem jeg núna hef útlagt, er þess vegna gjörsa lýst, að vjer erum undir áhrifum, orsök veikinda og dauða.

Það er því sama frá hverri hliðinni vjer skoðum, málinu ber saman við sjálft sig, í því er fullkomið samræmi, en því oftar sem það samræmi er sýnt, þeim mun betur ættum vjer að skilja, að það er hættulaust að byggja á málinu, jafnvel þó það stríði þveröfugt við þekking vora. Til áframhaldandi útskýringa, skulum vjer hugsa um orðin líf, lygi og líða. Þessi orð eru öll samstofna. styðjast því að miklu leyti við sömu hugmyndina. Þýðingin er því þessi. Lífið er lygi af því það líður.

Nú er lygi einmitt það, sem vjer hugsum oss að ekki geti staðizt, muni því líða hjá, hverfa, og er þá fundin sú meining í orðinu líf, að svona líf getur ekki staðizt. Á hinn bóginn verðum vjer að álykta, að um leið og lygi hverfur, er sannleikurinn búinn að sigra, en orðið sannleikur er sannur leikur, tóm ánægja.

Hjer eru nú tvö orð, sem fylgjast að í báðum hugmyndunum, á aðra hliðina er lygi og líða (bágindi) samstofna, en á hina hliðina sannleikur (ánægja) líka samstofna.

Um samræmi eða dýpt málsins ætti jeg ekki lengur að þurfa að ræða, þessi orð tala sjálf, en þó má minna á það, að líf vort eins og það er, er svona orðið fyrir tilverknað fallna engilsins, sem einnig er nefndur »faðir lyginnar«, og er það byggt á þessu, en engri Smáskreytni.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
31. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARTil þess að sýna hulda lærdóma í málinu, og sýna það, að óhætt muni að byggja á því, þó þekking vor ekki nái svo langt, að sanna með eigin vitsmunum, ættum vjer að íhuga nokkur orð, t. d. kaldur, kuldinn, ýlda og lyktirnar.

Vjer vitum að sólin gefur frá sjer hita, en þá er það líka gefið, að ef vjer hugsum nógu langt fram í tímann, þá gjöreyðist hiti sólar. Í þessum fjórum orðum sem jeg nefndi, er þessi þýðing: Allt kólnar með tímalengdinni, hitinn breytist í lykt, lykt er dáinn ylur, þessi eru lokin.

Á þennan hátt má finna óþrjótandi uppsprettu af huldum lærdómi, sem með því að brjóta bygging og eðli máls til mergjar, hver einasti hugsandi maður, getur sannað sjálfum sjer rjett vera.

Vjer vitum, að jarðvegur getur myndazt á berum klettum, með því, að frækorn fjúka í klettaskorur, og vaxa um tíma af næringu vatns og sólar, deyja svo og fúna. Þannig er víða allur jarðvegur myndaður. Vjer vitum að jörðin spryngur af áhrifum frosts og jarðskjálfta, og sprungurnar fyllast vatni, sem síðar verður að föstu efni, og sannast þetta með steingjörvingum af froskum og fiskum sem í því efni finnast.

Nú er þetta einmitt í samræmi við málið, sem segir að allt myndist af hafi, og er þá um leið gefið að hafið gengur til þurfðar, sem myndað er af þur. Orðin þur og þurfð, vanta og vatn sýna því þetta glögglega, sýna að þá verður skortur sem skorar á Guðina, að score = gjöra mál, vinna leikinn, en það er leikur.

Jeg útskýri þetta ekki meir, lofa lesendunum að brjóta heilann, og fer svo í bráðina ekki lengra í því, að sýna hulda lærdóma í málinu, en held mjer að því, sem oss er margfallt nauðsynlegra,, að gjöra oss áhrifin fullljós, og finna möguleikann til þess, að losna úr þeim heljarklóm, sem vjer enn erum greyptir.

Jeg hef einlægt í útskýringum mínum bundið mig við kenningar Nýja testamentisins, því jeg hef gjört mjer ljóst, að Guðirnir eru þar sjálfir að tala.

Ef svo ólíklegt gæti átt sjer stað, að einhver ekki hefði þegar fengið fulla sönnun fyrir innblæstri, þá er rjett að íhuga, hvernig á því gæti staðið, að Nýja testamentið er bók, sem hefur haft gildi, margfallt lengur en nokkur önnur fræðibók, sem til hefur orðið hjer í heimi. Þegar þetta er íhugað, er aðeins um tvennt að gjöra, annaðhvort hefur heimurinn fundið svo mikið vit og stuðning í þessu riti, að hann gat ekki án þess verið, eða þá að sjálfir Guðirnir hafa sjeð svo um, að það tapaði ekki gildi, en þá að sjálfsögðu af því, að þeir vissu þar þann forða af upplýsingum, sem nægði til að sanna oss, að málið væri mælikvarði, sem aftur sannar það, að í Nýja testamentinu sjeu upplýsingar frá Guðum.

Nýja testamentið margskýrir það, að á oss sje lagður þungur kross, og einnig að við þann kross þurfum og getum vjer losnað. Nú er ekki til nokkur hugsandi mannssál, sem ekki veit, að þetta eru rjettar upplýsingar, enginn lifir eins og vera bæri, því þó fjöldi manna hafi nægtir lífsnauðsynja, er þó ekki nokkur sá, sem ekki er meira eða minna hryggur um dagana, ýmist af því að missa og sjá af sínum, eða þá sjá vini og vandamenn missa þá, og sje nokkur góð taug til í manni, þá getur hann ekki annað en fundið til með þeim, sem allra gæða verða að fara á mis.

Það er því fullkomin vissa, að Nýja testamentið skýrir rjett frá krossi vorum, en eins og það segir þar fullkominn sannleikann, því myndi það þá ekki líka segja fullkominn sannleika þar sem það segir: »Knýið á, og þá mun fyrir yður upplokið verða. –

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
32. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞað hafa frá fyrstu sögum verið til staðir, menn og fjelagsskapur, sem hafa læknað óteljandi mein, t. d. í seinni tíð, lindin í Louvres á Frakklandi, Slater í Bandaríkjunum 1898, sem með snertingu læknaði þúsundir, Andatrúarfjelög og þá ekki sízt Christian Science kirkjan, sem heldur því fram, að maðurinn geti ekki verið veikur, því hann sje Guð, og gjöra þeir oft undur í lækningaáttina, en allt þetta er ófullnægjandi.

Þjáningar og dauði haldast enn við. Það hafa, og sjerstaklega í seinni tíð, fjöldi manna í mörgum löndum skrifað óteljandi bækur um aðra heima, og allir þykjast þeir hafa sannleik að boða, sem þeir hafa fundið gegnum andatrú og miðilskraft. * *

Það hafa risið upp gullkálfar, jafnvel austur í Asíu, sem með fagurgala, hafa um tíma getað komið fólki til að trúa því, að þeir væru öðrum lengra komnir, en hvílík fjarstæða.

Til þess að finna sannleikann, sem verður að vera undirstaðan að því, að geta læknað meinin, er aðeins einn vegur, og sá vegur er gegnum Guðina, en Guðirnir opna veginn með því, að gefa oss málið, mælikvarða sinn, sem þá er orðinn eina leiðin, þess vegna getur enginn, sem ekki er Íslendingur, eða ekki þekkir mál vort til hlítar, nokkurntíma haft nein tök á því, að fá nokkra vissu um annan heim, eða þær verur, sem aðra heima byggja.

Um leið og vjer höfum fengið vissuna um rjettmæti mælikvarðans, vissuna um það, að í honum væri allan sannleik að finna, hvílir á oss sú skylda, að kryfja til mergjar, enda myndu þeir vera fáir, sem ekki væri ljúft að kryfja, með þá vissu fyrir augum, að þá fyrst gætu þeir öðlazt þá þekking, sem nauðsynleg væri, til að gjöra verustað vorn að himnaríki í stað helvítis, eins og nú á sjer stað.

Hver sá, sem nokkuð hugsar um lífið, getur ekki annað en hugsað sjer það, að einhverntíma kemur að því, að vjer verðum ódauðlegar verur, og sú hugsun samrýmist Nýja testamentinu, sem þó fer lengra, því það segir dauðann ekki hafa verið til, en orðið fyrir syndina, og það lofar ennfremur, að vald drottnanna skuli hverfa, vjer verða frjálsir aftur, því það er aðeins ófrelsið, sem orsakar dauðann, og orðið frelsi er einmitt myndað af frí og helsi, með ö. o., hel = dauðinn eru aðeins fjötrar, þrældómur.

Þar sem þessi örugga trú vor á áframhaldandi líf samrýmist kenningum Nýja testamentisins og orðinu frelsi, þá er aðeins eftir fyrir oss að fá vissuna fyrir því, hvenær geti tekið fyrir helsið, en vissan fyrir því hvernig vjer misstum frelsið, hlýtur að færa oss möguleikann til að öðlast það aftur.

Það er ekki næsta langt síðan vjer Íslendingar vorum svo háðir Dönum, að ófrjálsir máttum nefnast, en fyrir tilverknað mikilmennisins Jóns Sigurðssonar forseta, tókst að ná oss úr þeim böndum. Vjer þurfum ekki að blygðast vor fyrir það, að fara að hans dæmi, heimta frelsið, sjerstaklega af því, að það er ekki nægilegt, að vita

að vjer sjeum órjetti beittir, en liggja svo eins og lúpur, taka órjettinum með þögn og þolinmæði, heldur er það skylda allra, að gjöra fullkomna uppreisn gegn valdhöfunum, heimta algjört frelsi þegar í stað. -

Vjer þurfum heldur ekki að leita lengra en í sjálft Guðamálið, og taka dæmið af bóndanum, sem á allt sitt á fjalli. Hann þarf að gjöra fjallskil, reka til rjettar, þá fyrst koma til heimturnar. Þetta er líking, sem bendir oss á, að skilja fallið, rekja til rjettar og heimta.

Þar sem jeg hef, með sambandi við þessar verur, getað öðlast þekking, sem ýmsum öðrum máske væri erfitt að ná, þá get jeg fullvissað alla um það, að þetta heimtir alls ekki samtök allra manna, það er nóg að hver um sig, í einrúmi ef vill, en þó með orðum, heimti af guðunum fullkomið frelsi, og jeg veit að svona krafa, hvernig sem orðuð væri, færi ekki framhjá eftirtekt þeirra, en að heimta frelsi, getur aldrei verið nema rjettmæt krafa.

Jeg skora því á alla þá, sem skilning hafa, að leggja sitt lið til, og krefjast þess, að vjer verðum gjörðir áhrifalausir frá illum verum, og það þegar í stað.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
33. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAREn hverjir eru nú þessir Guðir, og hvar eru þeir?

Það hlýtur að fara enn sem fyrr, að upplýsinga í því efni verður aðeins að leita í þeirra eigin orði og máli.

Málið segir oss þá fyrst og fremst, að allt sem vjer sjáum er náttúran, og það orð bindur í sjer framþróunarkenninguna, eins og margskýrt er áður, og alla eðlilega hluti helgum vjer henni, eins og með orðinu náttúrlegt, enda er hvergi í málinu nje Biblíunni hægt að finna annað, að undanskildu Galma testamentinu, sem segir að Guð hafi skapað himinn og jörð o. s. frv., en að skapa er það, að láta ganga að sínu skapi, beygja undir sig, hafa áhrif á eitthvað sem þá er til, og þess vegna ekki að mynda, eða láta verða til að nýju, enda gengur framþróunarkenningin eins og rauður þráður gegnum málið.

Það var ekki fyrr en á síðari tímum, og þá líklega fyrir rúmum 6000 árum, að óeining myndaðist í Guðaríki, af því einn eða fleiri af Guðunum urðu á eftir, sem sjá má af sögunni um fallna engillinn. Allt fram að þeim tíma ríkti eining og friður, þeir voru englar, en orðið engill er myndað af engu og illu, ekkert illt átti sjer stað, frá þeirra hálfu.

Kenningin segir, að vjer sjeum skapaðir í Guðs mynd, höfum fengið á oss sömu mynd og Guð, enda aftur tekið fram, og það af Kristi, að Vjer sjeum Guðir.

Guðir þeir, sem jeg hef verið að tala um, eru því menn eins og vjer, skinn og hold, blóð og bein, og þurfum vjer því ekki að leita að neinum æðri líkama, sem oss um leið hlyti að verða óskiljanlegur. Þeir eru eins náttúrlegir og vjer, haldast því við og lifa á jörðu eins og vjer.

Um tíma framan af æfi lifðu þeir á mat og drykk, en náttúran bjó þeim úr skauti sínu þann mátt, að sú fyrirhöfn sem af því leiddi, varð óþörf, þeir fengu mátt til þess að fóðra líkama sinn með hugmyndum, þurftu aðeins að hugsa um styrkleik líkamans, og þá var styrkleikurinn fenginn.

Frá þessu er oss lítillega skýrt í Nýja testamentinu, t. d. þar sem sagt er, að maginn sje fyrir fæðuna og fæðan fyrir magann, en Guð muni gjöra enda á hvorutveggja, og af sömu ástæðu er orðið magi í máli voru þannig myndað.

Hans er þörf meðan verið er að aga. En mjer vitanlega er þó hvergi sagt, að þeir ekki gætu jetið og drukkið, heldur aðeins, að ef þeir gjörðu það væru þeir að ata sjálfa sig, eins og í orðinu matast. Þeirra borðhald er því hugmyndaframleiðsla, eins og orðið borða ber með sjer.

En þá erum vjer komnir að því, hvernig Guðirnir fá þennan mátt.

Mátturinn verður til með því, að hugsjá þeirra rennur saman, og verður að geisla, sem þeir nefna ára. Hugsjá nefna þeir allar endurminningar, allar hugmyndir, sem sálan framleiðir, og geymast þessar hugmyndir í heila mannsins, en þegar hann hefur lifað, líklega um 150 ára tíma, renna þær elztu af hugmyndunum saman og mynda geislann, sem er máttur til þess, að það framkvæmist, sem þeir hugsa sjer framkvæmast. Jeg gæti útskýrt þetta mikið nákvæmar, en það er vafamál, að mjer tækist að útskýra svo að gagni komi og læt jeg því útskýring á þessu bíða betri tíma.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
34. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞá er ennþá að nokkru ósvarað, hvar Guðirnir eru.

Vjer höfum að vísu komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir haldist við á jörðu, eins og vjer, en hvar og hver så jörð sje, er ósvarað, og jeg kýs heldur að láta því ósvarað í þetta sinn, en þó má draga ályktanir af því, sem Edda segir, að vjer byggjum Miðgarð.

Það hlýtur að vera öllum ljóst, hve mikill mismunur er á því, að sanna sjálfum sjer eitthvað, og að sanna það sama öðrum. Jeg má því ekki búast við því, að þetta erindi, sem jeg hef flutt, hafi orðið öðrum að sömu notum og sjálfum mjer, þar sem allar hugmyndirnar, sem jeg hef reynt að útskýra, eru orðnar að einni heild, og hver hugmynd í þeirri heild sannar hina, en til að festa þetta í minni allra, ætla jeg nú að safna saman í örfáum dráttum, í eina heild, því sem jeg hefi skrásett hjer að framan.

Jeg byrjaði með því, að segja frá mótsögnunum sem jeg varð var við frá »andaheimi«, mótsögnum sem arfnars mörgum eru kunnar þaðan og sýndi með því, að þær verur, að minnsta kosti margar hverjar, eru á lágu stigi. Það halda að vísu margir því fram, að mótsagnirnar verði til af því málefnið brjálist í meðferðinni hjá miðlinum, en jeg neita því. Væri svo, hefðum vjer ekki getað fengið málið óbrjálað, eins og það nú sýnir sig að vera. Vilji þessar verur láta til sín heyra, geta þær það jafnt gegnum alla, og ein röddin hvíslaði óbrjálað í eyra mjer, að myndun málsins væri þeirra verk, en ekki vort.

Jeg hef nú með yfir 200 dæmum, sýnt að málið er oss gefið, og að í því er fólginn rjettur mælikvarði, og með fjölda dæma hef jeg sýnt samræmið í Nýja testamentinu og málinu, og sannað með því, að hvorttveggja er af sömu rót runnið, hef því sannað innblástur, sem annars var ósönnuð hugmynd.

Jeg hef sýnt, að þessi innblástur er frá Guðunum, sem sig svo nefna, og sýnt með því, að þeir leggja sannleikann fyrir augu vor. Jeg hef sýnt að sá sannleikur er ljótur vitnisburður um sjálfa þá, eða þann hluta þeirra, sem skemmra er á veg kominn. Jeg hef sýnt og margsannað, að öll vor eymd og þjáningar er þeirra verk, því aðeins manna verk, og að til þessa, höfum vjer að engu leyti unnið.

Jeg hef sýnt, að tvískifting þessara manna, er þeirra eigið verk, en vjer að engu stuðlað að því. Jeg hef margsýnt, að við dauðann höfum vjer aukizt svo, að vjer höfum fullkomlega náð því marki, sem oss var stefnt að, og jeg hef sýnt, að í hvívetna ber málinu og Nýja testamentinu saman.

Jeg hef sýnt, að Nýja testamentið bendir oss á hulda lærdóma í málinu, mælikvarða málsins og sýnt, að þegar farið er að leita 1900 árum síðar, stendur allt þetta heima, þrátt fyrir það, að vísindi vor og málfræði aldrei hefur gjört sjer neina greinfyrir, að þvíumlíkt gæti átt sjer stað, og hef með þessu fullkomlega sannað, að Nýja testamentið hlýtur að vera innblástur, sannað að málið er mælikvarði og ennfremur sannað, að vjer erum undir áhrifum vera, sem í daglegu máli voru eru nefndar Drottinn.

Að öllu þessu samtöldu spyr jeg nú: Hve lengi eigum vjer að leyfa þessum drottnum þá ósvinnu, að drepa oss og kvelja, án þess að vjer sem einn maður rísum upp og krefjumst fullkomins jafnrjettis við þá?
Svari hver fyrir sig, eftir þeim skilningi, sem hann hefur yfir að ráða.
Flutt í október 1933.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
35. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARFjöldamörgum menntamönnum kemur saman um það, að merkilegra rit en Edda, muni vera vandfundið, og ekki er það fágætt, að þeir sem þetta fornrit kryfja, geta varla með orðum lýst, hve óendanlegan vísdóm þeir álíta fólginn í þessum fræðum.

Ef vjer göngum út frá því, að svona muni vera, að í Eddu sje um virkilegan vísdóm að ræða, virðist mega byggja eitthvað á þeim vísdóm, því þó ýmsir geti fundið unun í skáldskap og fögrum draumórum, verður þó ekkert það nefnt vísdómur, sem ekki ætti að vera tryggt, að byggja eitthvað á.

Það er því hreinasta furða, að menntamennirnir íslenzku skuli ekki taka því tveim höndum, þegar þeim er bent á, að Edda er að skýra oss frá, hvernig mál vort er byggt, ekki sízt þegar bygging málsins er gjörð að vísindagrein, í stað fimbulfambs, eins og íslenzka málfræðin er, og sem bezt sannast af því, að hversu vel menntaðir sem eru, er þó hver hendin á móti annari, allir fálmandi, hafandi engan fastan grundvöll að byggja á, þegar um myndun orða er að ræða.

En máske var ekki mikils skilnings að vænta hjá mönnum, sem lesa það í æfagömlu orðasafni, að orðið mál = tunga, og orðið mál = mælikvarði, sjeu óskyld orð, og taka svona kenningar sem óhagganlegan vísdóm, sem standa skuli óbreyttur, helzt um aldir alda. Eilíf kyrrstaõa.

Þegar vjer þar á móti gjörum oss grein fyrir framþróuninni, er það bersýnilegt, að það sem í dag er rjett hugsað, getur verið rangt hugsað eftir lítinn tíma. -

Af því málið ekki er vort eigið verk, er eina skynsamlega leiðin, til að finna rjetta bygging þess, að athuga fyrst þau orðin, sem að myndun þess lúta, og verður þá fyrst fyrir oss orðið nefna. Þetta orð dregur engar dulur á, að hugsunin með myndun þess er eindregin sú, að efnið felist í orðunum, og þetta er í fullkomnu samræmi við orðið mál, af því, að rjettur mælir gæti það ekki verið á hugsanir manna, nema sýna í öllum orðum, hvað málmyndarinn hugsaði sjer liggja til grundvallar hugmyndunum, og fullkomið samræmi er í orðinu þýðing, sem ótvírætt segir að orðin sje hægt að útleggja, og þó kemur þessi hugsun máske hvergi eins fullkomlega fram, eins og í orðinu, því það er svo yfirgripsmikið, að það Segir orð manna sýna, já öll orðin í málinu, hve mikið hugsandi sá sje orðinn, sem þau hefur myndað. -

Vjer Íslendingar höfum því ekki litla ástæðu til að guma af máli voru, en þó því aðeins að vjer gjörum oss fulla grein fyrir bygging málsins, og um leið einungis, ef vjer þá breytum þeim kenningum, sem stríða þveröfugar við málið. -

Hugleiðum t. d. þetta. Hvaða vit er í því, að vjer gjörum ráð fyrir, að eitthvað gjörist án tilhlutunar, en látum það svo í ljósi með orðunum tilviljun og hending? Þessi orð benda í þveröfuga átt við þá hugmynd, sem vjer erum að láta í ljósi.

Og hver er þá skynsemin í því að tala um aldur manna, sem lifa örfá ár? Hvað um orðið öldungur, aldraður og aldavinir, eða er nokkur snefill af viti í því að kenna að Guð sje væginn og hlífinn, og láta það svo í ljósi með lýsingarorðinu miskunnsamur, orði sem þó skilyrðislaust lýsir Guði miska unnandi, og hvernig er orðið bæn, sem myndað er af bón og ben, fært um að útskýra fyrir oss alla þá blessun, sem af bæninni á að hljótast. Og hvar er samræmið í því, að kenna að Guð sje góður, en um leið að vjer eigum að vera guðhræddir?

Í málinu er samræmi, því hræðsla er sjálfsögð við þá, sem völd hafa, en unna miska.

Hvar er samræmið í kenningunum um frjálsræði vort, syndina og komu frelsara?

Þyrftum vjer nokkurn frelsara, ef vjer hefðum frjálsræði, værum frjálsir? Samræmið er í Nýja testamentinu og málinu, frelsari á að koma af því að vjer erum ófrjálsir, á valdi einhvers sem drottnar, Drottins.

Þannig mætti lengi telja upp og sýna, hvernig hver kenningin er öfug við hina, þó báðar eða allar sjeu fluttar af sama manni, á sömu stundu. Af þessum dæmum er bersýnilegt, að kenningar og mál fara í þveröfuga átt, en sá barnaskapur má lengur ekki eiga sjer stað, annaðhvort verður að víkja fyrir hinu.

Jeg hef áður sýnt fram á það, að guðfræðin, sem kenningarnar byggjast á, því aðeins gæti verið ábyggileg, að Guð sjálfur fræði, en einmitt í þeim fræðum, er oss rækilega bent á, hve óhjákvæmilega nauðsynlegt oss sje, að skilja málið rjett, ef vjer ekki viljum »vera sem útlendingur fyrir þeim sem talar«, og »hver býr sig til bardaga ef lúðurinn gefur óskilmerkilegt hljóð«, og þegar það svo bætist við, að hver einasti hugsandi maður getur sjálfur gjört sjer grein fyrir því, að tunga, mynduð á þeim grundvelli, sem jeg hef verið að reyna að leitast við að útskýra, getur verið mælikvarði öðrum.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
36. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARJeg hef sagt, að í málinu finni jeg útskýring á því, hvernig þungalögmálið myndist og þannig sjeð, að málið ekki gæti verið vort eigið verk, þar sem vísindunum enn ekki hefur tekizt, að útskýra það fyrirbrigði, og þó þetta atriði sje þannig vaxið, að ekki hlýði að skýra það hér, mætti þó sýna seinni tíma vísindi, skráð í málinu fyrir öldum síðan, eins og t. d. gjört er með orðinu »vindur«, sem vjer aðeins fyrir örfáum árum vitum, að er hringferð um og að lægð, en orð, sem notað var í málinu fyrir öldum síðan.

Nafnorðið vindur, er samstofna sögninni að vinda, sem er hringferð um miðju, og sýnir því ekki aðeins, að höfundar Eddu og Nýja testamentisins hafa á rjettu að standa, þar sem þeir tala um hulda lærdóma í málinu, heldur einnig, að útskýring mín á málinu er rjett, að grundvöllur málsins sje það, að orðin bindi í sjer rjetta útskýring á efninu, og um leið er þetta bein sönnun því, að málið sje hugarsendingar, eins og máltækið »mál er manni gefið», fullkomlega bendir á.

Þegar jeg, jafnljóst og með þessu síðasta dæmi, hef sýnt hulda lærdóma í málinu, þá á jeg bágt með að skilja, hvernig á því gæti staðið, ef ekki allir hugsandi Íslendingar vildu taka í sama strenginn og jeg, kryfja målið til mergjar, ekki sízt af því, að lítthugsanlegt er, að nokkuð það gæti komið fyrir, sem vekti meiri eftirtekt og aðdáun á Íslendingum, og íslenzkri tungu, líklega ekkert, sem jafnfljótt gæti aukið frama Íslendinga, eins og tungan sem vjer tölum, svo framarlega, sem vjer sjálfir útskýrðum öðrum hvernig bygging málsins væri varið, hvort eðli máls væri, og hastarlegt væri, ef jeg þyrfti að leita á náðir erlendra íslenzkustúdenta, til þess að fá máli voru goldið það hrós, þá viðurkenning, sem því að rjettu ber.

Til þess að forðast þetta, þarf máske enn að útskýra nákvæmar, og ættum vjer í þeim tilgangi að athuga enn á ný, hvað málið segir um tildrög og afleiðingar upphafsins.

Eins og áður er útskýrt, hefur orðið upphaf fleiri merkingar, og gefur með þeim til kynna, að allt myndist af hafi, sem til hafi orðið með því móti, að annar líkami eyddist, og að þessi breyting hafi orðið spor á framþróunarbrautinni. Þegar gjört er ráð fyrir því, að hafið sje byrjunarstig, verður einnig með sanni sagt, að tildrögin til hafsins sjeu rökin fyrir tilverunni. Ef Vjer leitum þeirra raka eða rekjum þetta málefni, þá er það auðfundið, að raki eða rekja á einhverju stigi eru efnið í hafið, og þessvegna einmitt eru þau orð útskýrng á hvorttveggja rökum Og raka. Þegar svona langt er rakið, má þá ennfremur spyrja, hvernig var sú rekja?

Svarið verður, að móðir alls er móða, sem bendir í sömu átt, en tekur þó nokkuð nákvæmar fram um tilverustigið. Nú er orðið móða ennfremur nafn á vatnsfalli, eða vatni, sem er að renna til sjávar, mynda hafið, og sýnir því framhald af sömu hugmynd málmyndarans, eins og einnig má finna í orðinu lög, lögmál og orðinu lögur. –

Sje þessi vatnsmyndun frekar rakin í málinu,þá finnum vjer, að danska orðið að dreje, sem er að snúa, er myndað af sama hljóði og enska orðið að dry, sem er að þurrka, en í máli voru bindur orðið snúningur í sjer, að við hann skapist núningur, sem auðskilið er að einmitt gæti orðið til þess að gjöra lög að föstu efni.

Af þessu er auðsæilegt, að þó allt myndist af lög, gat þó sá lögur engu orkað án hreyfingarinnar, og þessvegna er orðið hreyf, það sem dugði, samstofna við hreyfingu, og þessvegna um leið orðið rót, sem bæði merkir tildrög og ástæða, og á sama tíma hreyfing. -

Það er ennfremur eftirtektarvert, hve nákvæma grein málmyndarinn hefur gjört sjer fyrir því, hvað röksemdafærsla væri. Hjer er ekki bent á útkomuna, sem oft getur verið villandi, heldur tildrög hlutanna, og er allri röksemdafærslu líkt við tildrögin að efninu, sem aldrei geta verið villandi.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
37. Kafli. HULDIR LÆRDÓMARÞegar þetta málefni er þannig greinilega hægt að rekja í málinu, og finna fullkomið samræmi í öllum orðunum og hugmyndunum, þá er það ótvíræð sönnun þess, að

1. málið hlýtur að vera myndað af einhverjum,sem gjörðu sjer fullkomlega ljósa grein fyrir tilverunni.
2. málið var af þeim hugsað sem mælikvarði hugmynda.
3. málið er hugarsendingar frá verum, sem vita meira en vjer.
4. vjer erum oss óafvitandi undir áhrifum einhverra vera.
5. Biblían og Edda eru innblásin rit, þar sem þessi rit fyrir öldum síðan benda oss á hulda lærdóma í málinu, sem vjer sjálfir ekki höfðum nein tök á að láta málið geyma.

Það væri því háskaleg villa að reyna ekki að færa sjer þessa huldu lærdóma í nyt, en þó ennþá argari villa, ef einhver kynni að ætla sjer þann mátt, að geta sjálfur eins vel gjört.

Jeg hef reynt að koma ritgjörð minni á prent í sumum af tímaritum landsins, en verið rekinn til baka, og þá helzt af þeirri ástæðu, að jeg þverbrjóti svo allar málfræðireglur, að ekki sje við unandi, og að auk þess sjeu orsakir og afleiðingar sumra orða allrangar í útskýring minni, en þessu er því að svara, að jeg er að sýna Íslendingum, oss algjörlega nýjan grundvöll, sem mál að rjettu lagi þurfi að byggjast á, og get því ekkert tekið til greina, þær hugmyndir, sem íslenzk málfræði gjörir sjer, um myndun orðanna, en hvað því viðvíkur, að orsakir og afleiðingar sumra orða sjeu allrangar í útskýringum mínum, er því að svara, að í fyrsta lagi er það ekkert aðalatriði, heldur er aðalatriðið, hvort grundvöllurinn, sem jeg byggi á sje rjettur eða rangur, eða mátti ekki Edison sýna heiminum grammophon, fyrr en það verkfæri var orðið eins fullkomið og í dag, og mátti ekki Marconi senda loftskeyti, þótt þeim í fyrstu gæti verið ábótavant. Í öðru lagi er því að svara, að þó einhverjum kunni að finnast útskýringar mínar eitthvað vafasamar, er það þó enn ósannað mál, hvort svo sje, þótt erfitt sje að skilja í fyrstu.

Ef vjer syndum áfram í sama hugsunarleysinu og verið hefur, gagnvart þessu máli, látum vanann ráða, þá er það vanhugsun, vanræksla, að dómi þessa orða, orða, sem þó hver einasti Íslendingur notar daglega, án þess þó, að hafa gjört sjer fullkomlega ljóst, hve drepandi kyrrstöðu vaninn orsakar.

Jeg geng þess ekki dulinn, að ýmsum kann að finnast jeg ráðast of óþyrmilega á kirkjukenningarnar, því sá vani er orðinn ríkjandi, að allar kenningar, sem þar eru fluttar, eru taldar heilög orð, sem ekkert má andæfa, en þó verður því varla neitað, að sje málstaðurinn ljelegur eða illur, á hann að víkja fyrir meiri þekking.

Virðingarfyllst.
Húsavík í Júlí 1934.
Sv. Guðjohnsen.
37. Kafli. HULDIR LÆRDÓMAR.Nú er því svo varið, að tiltölulega fáir sætta sig við kirkjukenningarnar, og þess vegna hafa á síðari tímum orðið til þess ýmsir kennimenn, að víkja frá kenningum Nýja testamentisins, og kallast það nýguðfræði, sem þeir flytja.

En hvaðan kemur þeim þekking, til að skapa ný fræði um Guð? Jeg hef margsýnt að í Nýja testamentinu er Guð sjálfur að fræða, með því að sanna það að Nýja testamentið sje innblástur, en í því riti er varað við því, að reyna til að endurbæta guðfræðina, þar sem sagt er »enginn leggur nýja bót á gamalt fat« o.s.frv., enda er aldrei reynt til þess að sanna neitt af því, sem í kirkjum er flutt, heldur æfilega gjört eins mikið og auðið er, til að spila á tilfinningar safnaðarins. En hvaða fræði eru það, sem ekki verða sönnuð, að meira eða minna leyti.

Sannanirnar sem jeg færi, eru í því fólgnar að færa ótal rök að því, að málið sem vjer tölum og Nýja testamentið, sje til vor komið frá sömu Verunum, verum sem nefna sig Guði, en segjast ekki hafa Guðs eðli, ekki vera nógu góðar, og sem betur sannast af því, að vjer eigum að vera guðhræddir, sem líka er í samræmi við þá setningu Nýja testamentisins, að Guð upphefji og niðurlægi, og ennfremur í samræmi við það, að með oss sje farið sem sláturfje.

En hvernig stendur á því, að kennimennirnir aldrei leggja út af þessum orðum Nýja testamentisins? Svarið er að finna í Nýja testamentinu sjálfu, þar segir: »af því maðurinn í sinni speki, ekki þekkti Guð í speki Guðs, þóknaðist Guði að gjöra þá með heimsku prjedikunarinnar hólpna, sem henni vildu trúa«. En hve lengi eigum vjer að gjöra oss ánægða með heimsku prjedikunarinnar?

Jeg skil varla í því, að nokkrum blandist hugur um það, að ekkert háleitara takmark sje hugsanlegt, en að kryfja til mergjar, vita sem allra mest, eins og það er í eðli sínu, vita rjett. En hvernig eigum vjer að kryfja til mergjar ef annari hlið málefnisins er ætíð sleppt? Og hverjum ber að kryfja til mergjar?

Svarið er óhikandi það, að enginn getur fundið sannleikann án hjálpar málsins. Íslendingum ber að vinna verkið.

Við þessu sem oftar, er svar að finna í Nýjatestamentinu, þar sem sagt er: »Þeim útvöldu er gefið að finna leyndardóma Guðs ríkis. Hinum eru sagðir þeir í líkingum, svo sjáandi sjái þeir ekki, og heyrandi heyri þeir ekki nje skilji«, og er þá aðeins eftir að finna og sanna, hverjir eru þessir útvöldu, sem gefið er að finna leyndardóma Guðs ríkis.

Jeg hef oft útskýrt, og það ætti að vera hverjum manni skiljanlegt, að fyrst tungumálið er eina tækið, sem óhjákvæmilegt er að nota, ef vjer leitum frjetta frá öðrum heimum, þá er líka eina fullkomna tækið það tungumálið, sem gjört hefur verið að mælikvarða, því í því máli aðeins er að finna rjettar útskýringar á öllum þeim hugmyndum, sem mál er myndað yfir, í því máli aðeins er hægt að verjast misskilningi. Þeir útvöldu geta því aðeins verið þeir einir, sem valdir hafa verið af Guðunum til að tala þeirra máli, enda eiga þeir útvöldu að vera 144000, sem líklega er nákvæmlega rjett tala allra Íslendinga. »Þeir sem áður byggðu útkjálka, munu síðar löndum ráða«.

Það er leitt að láta einlægar endurtekningar koma fyrir, í jafn stuttri ritgjörð og þetta er, en það er samt óhjákvæmilegt, af því málefnið, sem ritgjörð þessi fjallar um, er fyrst og fremst algjörlega nýtt, og svo yfirgripsmikið, að full þörf er á því að skýra það frá sem flestum hliðum, og ekki sízt af því, að aðalmálefnið, sem er að sanna, að mál vort sje innblásinn mælikvarði, gefur óhjákvæmilega ástæðu til þess, að rífa niður gamlar trúarsetningar, sem fjöldi manna eru meira eða minna bundnir við, og gjöra því allan skilning á nýrri hlið málsins mikið torveldari.

Af þessum ástæðum hef jeg leyft mjer endurtekningar, en að öðru leyti bið jeg engra afsakana.